Stefnir - 01.12.1981, Page 14
Landsfundur 1981
Málefnin ofar mönnum
Rœtt við Friðrik Sophusson varaformann Sjálfstœðisflokksins
Friðrik Sophusson var kjörinn vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins á lands-
fundinum í október 1981 með 549
atkvæðum, en mótframbjóðandi hans,
Ragnhildur Helgadóttir, hlaut 381
atkvæði. Friðrik Sophusson er fæddur í
Reykjavík 1943 og er því 38 ára að aldri.
Hann varð stúdent frá M.R. 1963 og lauk
laganámi 1972. Hann var framkvæmda-
stjóri Stjórnunarfélags íslands 1972-1978
og var kosinn á þing 1978. Friðrik átti
sæti í miðstjórn Sjálfstæóisflokksins
1969-1977 og var formaður SUS 1973-
1977. I tilefni af kjöri Friðriks í vara-
formannsembættið átti Stefnir viðtal við
hann, þarsem hann varm.a. spurðurum
viðhorf hans til Sjálfstæðisflokksins,
þingflokksins og ríkisstjórnarinnar. Fer
viðtalið hér á eftir.
Hver voru tildrög þess að þú gafst kost
á þér til varaformennsku í Sjálfstæðis-
flokknum?
Þetta er ekki eitthvað sem hefur
blundað lengi í mér. Ég velti þessu í raun
ekki fyrir mér fyrr en í haust. Þarna átti
að kjósa í stöðu sem enginn var í og því
eðlilegt að líta á hana sem tæki til að
yngja upp forystuna. Ég ákvað því í sam-
ráði við ýmsa forystumenn yngri manna
að gefa kost á mér. Annars vegar vegna
þess að knýjandi þörf var á brevtingu í
forystunni og hinsvegar vegna þeirrar
sannfæringar að flokkurinn yrði að sam-
einast á ný.
Allar götur frá því ég hóf störf í Sjálf-
stæðisflokknum hef ég haft góð sam-
skipti við menn, sem nú eru taldir til-
heyra mismunandi ,,örmum” innan
flokksins. I þeirri erfiðu stöðusem flokk-
urinn er nú í, — annar hluti þingflokksins
í stjórn og hinn í stjórnarandstöðu,
skiptir máli að í þessu sæti sé maður, sem
báðir aðilar geta sætt sig við.
Þú talar um nauðsyn endurnýjunar í
flokksforystunni - hvers vegna steigst þú
ekki skrefið til fulls og gafst kost á þér í
formannsembættið?
Geir Hallgrímsson tók fyrir löngu
ákvörðun um að halda áfram, en Gunnar
Thoroddsen lýsti því yfir að hann ætlaði
að hætta. Það kom ekki til greina af
minni hálfu að fara í slag við formann
flokksins. Hefði Geir Hallgrímsson ekki
gefið kost á sér hefði ég kosið að styðja
annan í það embætti, enekki fariðífram-
boð sjálfur.
Hver voru viðbrögð þingmanna
flokksins við þessu framboði þínu?
Þegar ég tilkynnti þingflokknum
framboð mitt tók ég það skýrt fram að ég
teldi sjálfsagt og eðlilegt að fleiri þing-
menn gæfu kost á sér, enda var mínu
framboði ekki ætlað að víkja öðrum
framboðum til hliðar. Engar umræður
urðu um þetta að öðru leyti en því að
Sverrir Hermannsson lýsti því yfir að
hann gæfi ekki kost á sér!
Innan þingflokksins höfðu verið uppi
raddir um að þingmenn sameinuðust
allir um að styðja einn úr sínum röðum til
framboðsins. Ég var alltaf þeirrar
skoðunar að ekki kæmi til greina að þing-
flokkurinn gerði með sér samkomulag
um frambjóðanda í varaformannsstöð-
una. Ég taldi stöðu þingflokksins það
veika að landsfundurinn myndi hrein-
lega ekki taka mark á slíku framboði og
þess vegna nauðsynlegt að fundurinn
sjálfur fengi að ráða þessu án tilnefning-
ar þingflokks.
Hvert er hlutverk varaformanns Sjálf-
stæðisflokksíns?
Varaformaðurinn er staðgengill for-
mannsins en hefur jafnframt sjálfstæðu
hlutverki að gegna sem snýr aðallega inn
á við - að flokksstarfinu. Varaformaður-
inn á að vinna með fastanefndum, fram-
kvæmdastjórn og forystumönnum í
félagsstarfi að uppbyggingu tlokksins og
treysta innviðina. Þetta er reyndar sama
viðhorf og kom fram hjá Geir Hallgríms-
syni þegar hann var spuröur að þessu
1971 er hann varð varaformaður. Síðar
var varaformannsembættið notað til að
koma á ákveðnu valdajafnvægi í flokkn-
um. Mín skoðun er sú, að staða varafor-
manns sé við hlið formanns. Þannig
breikkar forystan um leið og hún verður
samhent og sterk.
Stundum hefur heyrst rætt um breytt
fyrirkomulag flokksskrifstofunnar og aö
henni yröi deildaskipt. Hvað segir þú um
slíkar hugmyndir og hvernig verður hús
flokksins best nýtt í þágu flokksins?
Skipulag skrifstofunnar hefur verið að
breytast og í raun er hún deildaskipt.
Mér finnst þó að gera megi hana líflegri
og meira aðlaðandi fyrir óbreytta flokks-
menn þannig að þeir gerðu sér far um að
líta þar við. Því þarf að opna möguleika á
því að sjálfstæðismenn geti hist í Valhöll
og fengið sér kaffibolla. Valhöll á að vera
samkomustaður sjálfstæðismanna - hús
flokksmanna. Nú þegar hafa t.d opnast
fjölbreyttari möguleikar til nýtingar á
kjallaranum með nýjum húsbúnaði.
En hvað um útbreiðslu og fræðslu-
starfsemina. Hefur flokkurinn staðnað í
þeim efnum?
Á árum áður gat Sjálfstæðisflokkurinn
treyst því að ritstjórar Morgunblaðsins
og Vísis sæju um áróðurshliðina. Þetta
hefur gjörbreyst með sjónvarpi og
„frjálsum og óháðum” síðdegisblöðum.
Fréttahlið blaða hefur einnig breyst.
Nú verður Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur
að hafa starfandi menn sem á hverjum
tíma Ieitast við að finna bestu leiðir til að
koma á framfæri sígildum sjónarmiðum
sjálfstæðisstefnunnar ef árangur á að
nást.
Við getum í þessu sambandi lært mikið
af þeim mistökum sem við höfum gert á
síðustu árum og það er til dæmis ljóst að
nú verða þingmenn og frambjóðendur í
auknum mæli að fara til fólksins í stað
þess að bíða þess að það flykkist til
þeirra.
Einn ánægjulegasti þáttur í starfi
flokksins eru stjórnmálaskóli og verka-
lýðsskólinn, en þeir hafa verið til veru-
legs gagns og mikillar ánægju. Að því
starfi ber að hlynna. Þá má ekki heldur
gleyma því að á undanförnum árum
hefur mikill fjörkippur færst í útgáfumál
sjálfstæðismanna. Vel skrifuð og að-
gengileg rit um hugsjónir Sjálfstæðis-
flokksins eru afar mikilvæg einkum fyrir
ungt fólk, sem áhuga hefur á stjórnmál-
um og vill kynnast frjálslyndum viðhorf-
um.
Hvernig hefur þér líkað vistin í þing-
flokknum?
Persónulega líkar mér vistin þar vel og
hef átt ánægjulegt samstarf við alla þing-
menn flokksins.
Hinsvegar virðist mér augljóst að
ágreiningurinn innan flokksins eigi að
verulegu leyti rætur í þingflokknum. Ég
verð var við að hinn almenni flokks-
maður lítur ekki á sig í stjórn eða stjórn-
arandstöðu en það er aftur á móti eðli og
hlutverk þingflokka að vera annað hvort
í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Af þeim sökum verður ágreiningurinn
áþreifanlegastur í þingflokknum og
veldur það okkur að sjálfsögðu erfið-
leikum í starfi.
Það hefði mátt vera jafnari endurnýj-
un í þingflokknum og það er umhugsun-
arefni að við næstu þingkosningar verður
yngsti þingmaður flokksins fertugur og
sá næst yngsti fjörutíu og fimm ára.
Helmingur kjósenda er aftur á móti