Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 19

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 19
Landsfundur 1981 Leiðin til bættra lífskjara - stefnan í atvinnumálum Aukin þjóðarframleiðsla Mikilvægasta verkefni þjóðarinnar í i atvinnumálum á næstu árum er að bæta lífskjör, veita atvinnu því unga fólki, sem kemur inn á vinnumarkaðinn og auka framleiðslu þjóðarbúsins, svo að tryggja megi afkomu hvers einasta íslendings. Þannig verður að stöðva flótta fjölda ís- lendinga til annarra landa í atvinnuleit í von um betri lífskjör fyrir sig og fjöl- skyldur sínar. Sá flótti hefur hafist fyrir alvöru á allra síðustu árum samhliða stöðnun í atvinnumálum. Þeirri stöðnun er hvorki að kenna atorkuleysi hjá þjóð- inni né skorti á verðmætum auðlindum í landinu, heldur ofstjórn og fyrirhyggju- leysi stjórnvalda. Framsýnum og djörfum aðgerðum viðreisnarstjórnar og stjórnar Geirs Hallgrímssonar í atvinnumálum hefur ekki verið fylgt eftir og afleiðingarnar eru nú farnar að koma í ljós í versnandi ( lífskjörum samanborið við nágranna- löndin. Fjóðin þarf að súpa seyðið af aftur- haldssamri vinstristefnu síðustu ára og nú keyrir um þverbak, þegar sjávarút- vegurinn er markvisst hrakinn í taprekst- ur undir merki svonefndrar núllstefnu og þannig gengið að íslenskum iðnaði, að við blasa uppsagnir starfsfólks og lokun fyrirtækjanna. Á sama tíma ríkir að- gerðarleysi í orkumálum og þessi mikii- væga auðlind þjóðarinnar er ekki notuð til að styrkja undirstöður atvinnulífsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að brýn þörf sé á tvenns konar aðgerðum til að auka atvinnu og bæta lífskjör hér á landi og stöðva landflóttann án frekari dráttar. Annars vegar þarf víðtækar aðgerðir tiF- þess að bæta starfsskilyrði atvinnuveg- anna, leysa úr læðingi atorku, hugvit og ( framtak einstaklinga og örva þannig atvinnustarfsemi. Hins vegar þarf að stórauka nýtingu orkulinda landsins, fyrst og fremst vatnsorkunnar, sem ennþá rennur að mestu ónotuð til sjávar °g byggja upp stóriðju til útflutnings og auka þannig atvinnu um land allt. Forsendur blómlegs atvinnu- Ufs Þó að dregið hafi úr hagvexti hefur , beint atvinnuleysi sem betur fer sneitt hjá garði á Islandi. Er það fyrst og fremst að þakka nokkrum grundvallarákvörð- unum í efnahagsmálum, sem teknar voru á tveimur síðustu áratugum undir forystu Sjálfstæðisflokksins og varða einkum starfsskilyrði atvinnuveganna. I fyrsta lagi voru innflutningshöft af- numin og Innflutningsskrifstofan lögð niður, komið á jafnvægi í viðskiptum við útlönd og gengisskráning við það miðuð að útflutningsatvinnuvegirnir og sam- keppnisgreinar gætu borið sig og starfað eðlilega, þannig að þjóðarframleiðsla fór vaxandi og full atvinna gat haldist. í öðru lagi voru fyrstu og erfiðustu sporin stigin á þeirri braut að nýta orku- lindir landsins í iðnaði til útflutnings. Virkjun Þjórsár hófst og álverið í Straumsvík og kísilið jan við Mývatn risu. I þriðja lagi voru gerðir samningar um óheftan og tollfrjálsan aðgang flestra íslenskra afurða að Evrópumarkaði, en það hefur mikið gildi bæði fyrir sjávar- útveg og landbúnað og er forsenda upp- byggingar iðnaðar til útflutnings. I fjórða lagi hafðist fram útfærsla auð- lindalögsögunnar í 200 mílur og endur- reisn helstu fiskistofna, en það er aftur undirstaða uppbyggingar sjávarútvegs- ins. Með þessum aðgerðum voru atvinnu- vegunum sköpuð hagstæð skilyrði til þess að starfa við. Er auðvelt að ímynda sér hvernig ástandið væri nú í atvinnu- málum hér á landi, ef úrtölumenn í Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki hefðu fengið að ráða og ekkert af þessu verið framkvæmt. Þá væri hér nú ríkjandi alvarlegt atvinnuleysi og enn stórfelldari landflótti, sem haft hefðu Öfyrirsjáanlegar þjóðfélagslegar afleið- ingar. Það er höfuðatriði, að haldið verði áfram að treysta þann grunn, sem þannig var lagður í atvinnumálum. Allir höfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, verslun og þjónusta verða að fá að þróast og eflast í samræmi við kröfur tímans. Sjálfstæðis- flokkurinn telur eins og áður að það verði best gert með því að atvinnuveg- unum séu ætíð búin eðlileg starfsskilyrði, í smáum sem stórum fyrirtækjum og að almannavaldið sjái fyrir fjárfrekum þjónustumannvirkjum, sem nauðsynleg eru fyrir atvinnulífið. Jafnframt er nauð- synlegt að góð samvinna og samstarf sé ávallt milli samtaka atvinnuveganna, launþega og ríkisvaldsins. Atbeina almannavaldsins er þörf á stundum tii að ná þjóðhagslegum markmiðum, svo sem hagkvæmri nýtingu sameiginlegra auð- linda lands og sjávar. Hinsvegar vill flokkurinn að atvinnuvegirnir fái að starfa án óþarfa íhlutunar og mismununar af opinberri hálfu og án þess að þeim sé íþyngt með álögum, sem erlendir keppi- nautar þeirra eru lausir við. Ef þessi sjónarmið hefðu verið höfð að leiðarljósi að undanförnu væru núverandi vanda- mál atvinnuveganna minni og auðleyst- ari en raun ber vitni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á grundvallarþýðingu rannsóknar- og þróunarstarfsemi atvinnulífsins í sókn til bættra lífskjara. Hann telur rétt að hvetja fyrirtæki til að auka slíka starf- semi með örvandi ákvæðum í skatta- lögum. Sjálfstæðisflokkurinn telur farsælast að atvinnurekstur hér á Iandi sé að sem mestu leyti í höndum innlendra einstakl- inga og samtaka þeirra. Aðild ríkisins og sveitarfélaga kemur þó til greina um stundarsakir þar til einkaaðilar hafa bol- magn til að taka við honum, þegar um er að ræða þjóðhagslega hagkvæma starf- semi sem ekki er grundvöllur fyrir fneð öðrum hætti. Svipuðu máli gegnir um þátttöku erlendra aðila í innlendum atvinnurekstri. Flokkurinn vill virkja þá atorku, sem í einstaklingnum býr, þjóðarheildinni til hagsbóta. Stjómmálamenn eiga ekki að segja einstaklingum fyrir verkum. Eðli- leg starfsskilyrði og frjálsræði í atvinnu- starfsemi ásamt jákvæðri afstöðu til við- fangsefna og vandamála, eru því heilla- vænlegasta framlag ríkisstjórna á hverjum tíma til að efla atvinnulífið í landinu. Hér mega stjórnvöld aldrei slaka á eða falla í freistni til að ná stundarávinningi á stjórnmálasviðinu á kostnað atvinnulífsins. Slík skammsýni er ávallt á kostnað framtíðaratvinnu og lífskjara almennings. Bætt starfsskilyrði atvinnu- veganna Megininntak stefnu Sjálfstæðisflokks- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.