Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 48
Innlend málefni
Hið eina, sem réttlœtir kjarnorkuvopn, efþannig má taka til orða, er, að þau eru svo tegileg, að þau fœla öflugustu herveldi veraldarfrá því að takast á hvort við
annað og koma þannig í veg fyrir heimsátök.
áróðursmeistaranna lögð í rúst til að
svala stríðsæði Bandaríkjamanna, sem
stefna að hinu „takmarkaða” kjarn-
orkustríði. Hér á landi hentar þessi
áróður ekki fyllilega, því að ísland
stendur utan átakasvæðisins. Þess vegna
er því spáð, að samhliða því sem Sovét-
menn horfi á Bandaríkin eyða Mið-
Evrópu. muni þeir senda eldflaug með
kjarnorkusprengju til Keflavíkurflug-
vallar.
Þessi stutta lýsing nægir í raun til að
sýna fram á, að hugmyndin um ,,tak-
markað” kjarnorkustríð á ekki við rök
að styðjast. Þeir, sem yfir kjarnorku-
vopnum ráða, gera sér grein fyrir því, að
grípi þeir til ógnarvopnanna eru þeir við
núverandi aðstæður að fremja gagn-
kvæmt sjálfsmorð. Höfundar 1. des.
framboðsræðunnar telja, að „markaðs-
öflin” stefni að því að gjöreyða sjálfum
sér með þeim hætti á næstu árum.
Auðvitað má færa að því rök, séu
menn þeirrar skoðunar, að þróun
alþjóðamála eigi ekkert skylt við mann-
lega greind, að ekki eigi að beita mann-
legri greind í umræðum um alþjóðamál.
Fyrir því má einnig færa sterk rök, að þær
hreyfingar, sem byggjast á því að afneita
mannlegri greind, séu dæmdar til að
lognast út af, þegar borgararnir kynnast
þeim nánar. Vonandi eiga málsvarar
svonefndra friðarhreyfinga hér á landi,
ekki eftir að koma þessu orði á starf
hreyfinganna í Evrópu, markmið þeirra
eiga annað og betra skilið.
Líklega eru það aðeins fordómar, sem
valda því, að háværustu talsmenn friðar-
hreyfinganna hér á landi neita að viður-
kenna gildi Atlantshafsbandalagsins og
baráttu þess í þágu friðar. Þeir, sem í
raun upoa friði, þurfa ^ð gera sérstakt
átak til að eyða þessurú fordómum, um
leið og þeir vinna þeirri skoðun fylgi, að
heppilegt sé að hafa mannlega greind
með í spilinu, þegar rætt er um stríð og
frið.
Bjöm Bjarnason cr lögfræd-
ingur aö mennt og var hann
um skeið skrifstofustjóri í for-
sætisráðuneytinu. Hann starf-
ar nú sem blaðamaður við
Morgunblaðiö og ritar
einkum um utanríkis- og
vamamál. Björn átti sæti í
stjóm SUS 1969-1973.
48