Stefnir - 01.12.1981, Page 55
Bókmenntir
Ólafur Thors, Ásgeir Ásgeirsson ogséra BjarniJónsson. Myndin vartekin þegar alþingi komsaman haustið 1952 - en þá umsumarið var Ásgeir kjörinn forseti
ísögulegum kosningum milli hans ogséra Bjarna.
OLAFUR
THORS
MATTHÍAS JOHANNESSEN
Matthías Johannessen:
/
Olafur Thors, ævi og störf
Almenna Bókafélagið 1981
efni þessa næstum eitt þúsund blaðsíðna
rits. Olafur Thors var formaður og for-
ystumaður Sjálfstæðisflokksins í u.þ.b.
30 ár. Hann var margoft forsætisráð-
herra og gegndi einnig öðrum ráðherra-
embættum. Endurminningin um hann er
vafalaust skýr í hugum allra miðaldra
sjálfstæðismanna og annarra þaðan af
eldri, en hratt flýgur stund og bert að
hafa í huga að til starfa í Sjálfstæðis-
flokknum eru komnir ýmsir sem ekki
voru einu sinni fæddir þegar Ólafur
Thors féll frá, en það var á gamlársdag
árið 1964.
Rit Matthíasar Johannessen geymir
margar forvitnilegar stjómmálalegar og
sagnfræðilegar uppljóstranir. En fyrst og
síðast er þetta sagan um stjórnmálaleið-
togann og stjórnmálaskörunginn Ólaf
Thors. Sá sem þessar línur ritar var ungl-
ingur þegar Ólafur Thors féll frá og
þekkti hann því að sjálfsögðu ekki nema
af afspurn. Sú mynd sem maður hefur
skapað sér af Ólafi er að þar hafi farið
vígfimur stjómmálamaður, maður sem
með lagni, húmor og persónutöfrum
hafi haldið saman stærsta stjórnmála-
flokki landsins, en maður sem ekki hafi
tekið hugmyndafræðilega hlið stjórn-
málanna allt of alvarlega. Eftir lestur
bókarinnar verður mér ljósara en áður
hvílíkur alvömþungi bjó að baki hinu
gázkafulla fasi, hvílíkt baráttuþrek og
baráttugleði einkenndu þennan stjórn-
málaforingja og hversu djúpt hugmynda-
fræði hans o^ stjórnmálaskoðanir ristu.
Afskipti Ólafs Thors af þjóðmálum og
stjómmálum spönnuðu næstum hálfrar
aldar tímabil svo saga hans er að ýmsu
leyti um leið þjóðarsaga þessa tímabils.
Skal nú vikið að nokkrum atriðum sem
fjallað er um í ritinu. ítarlega er lýst
skipulögðum ofsóknum vinstri manna á
hendur athafnamönnum á fjórða ára-
tugnum og þá ekki sízt aðförinni að
Kveldúlfi, fyrirtæki Ólafs Thors og
bræðra hans, sem faðir þeirra hafði
stofnað. Eftirminnileg er í því sambandi
frásögnin af fundinum fræga íMiðbæjar-
skólaportinu á árinu 1936, en þá telja
margir að Ólafur Thors hafi unnið sinn
stærsta sigur er hann fór einn síns liðs á
fjölmennan útifund stjómmálaandstæð-
inga og snerist til varnar fyrir Kveldúlf.
Lýst er þeim ágreiningi sem varð í Sjálf-
stæðisflokknum um afstöðu til myndun-
ar þjóðstjórnarinnar árið 1939, en þá
hafði Ólafur eins atkvæðis meirihluta í
þingflokknum. Þá hrikti í Sjálfstæðis-
flokknum. Síðar er lýst andstöðunni innan
flokksins við þátttöku Sjálfstæðisflokks-
ins í Nýsköpunarstjórninni. En þá sem
endranær sýndi Ólafur að hann var
foringi. Má raunar minna á orð höfundar
ritsins sem segir á einum stað, að von-
andi megi einhvern lærdóm draga af lífi
og starfi þess manns, sem hafi haft
forystu í stærsta og öflugasta stjórnmála-
flokki lanasins um þriggja áratuga skeið.
,,Mér er engin launung á því, að rit þetta
er í aðra röndina hugsað sem áminning til
þeirra, sem við taka - allra þeirra sem
. 55