Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 59

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 59
Bókafregnir Thatcher og Ronald Reagan er breski forsœtisráðherrann heimsótti Bandaríkin, fyrr á þessu ári. Stjórn Thatchers er að reyna að snúa þróuninni frá frjálshyggjuskipulagi til samhyggjuskipulags við, en mistök síðustu áratuga liggja eins ogfarg á baki hennar. síst um peninga) og að það sé líklegt til að valda vandræðum að taka of há lán. Þetta þekki allir af eigin reynslu, þó að kenningar Keyness lávarðar hafi villt mönnum sýn á tímabili. Höfundur bæklingsins The Challenge of a Radical Reactionay, Harris lávarð- ur, er yfirmaður Institute of Economic Affairs í Lundúnum, sem er einn áhrifa- mesti hugmyndabanki frjálshyggju- manna í Bretlandi og hefur gefið út fjöl- mörg rit fræðimanna um stjórnmál. Harris lávarður er ekki íhaldsmaður, heldur óflokksbundinn, enda er stofnun hans óháð stjórnmálaflokkum og skipu- lögðum hagsmunahópum. Hann segir í bæklingnum, að íhaldsmenn hafi tor- tryggt hugmyndir og ekki haft neinar eigin, svo að þeir hafi gegnt því hlutverki einu í stjórnmálum að hægja á ferðinni til samhyggjuskipulags, standa á hemlinum án þess að ráða ferðinni. Enn skilji margir þeirra ekki, að „blandað” hag- kerfi, sem svo sé nefnt, sé ekki stöðugt hagkerfi, heldur í rauninni ekki annað en nafn á breytingum úr markaðskerfi í miðstjórnarkerfi. íhaldsmenn verði að vita, hvað þeir ætli sér, ef þeir eigi að geta gert sér vonir um að snúa þessu við, breyta kerfinu aftur í markaðskerfi, vera „róttækir afturhaldsmenn”, eins og hann orðar það. Þessir þrír bæklingar eiga það sam- merkt að vera skemmtilegir aflestrar, og í þeim eru margar góðar hugmyndir og hugmyndirnar breyta heiminum, þegar til lengdar lætur. Eg verð að geta þess, að örfáum dögum eftir fundinn í Blackpool skýrði Lawson frá stórkostlégri áætlun stjórnar Thatchers um að koma ríkis- fyrirtækjum í einkaeign. Selja á starfs- mönnunum stærsta flutningafyrirtæki ríkisins, National Freight Company, á viðráðanlegu verði, selja á almenningi meiri hluta hlutabréfa ríkisins í fyrir- tækjunum, sem vinna olíu í Norðursjó, British National Oil Corporation, og gasfyrirtæki ríkisins, British Gas, á ekki lengur að fá að einoka gasframleiðslu. Vonandi heldur stjórnin áfram á sömu braut, en orðin eru til alls fyrst, og af því helgast þessir þrír bæklingar. Oxford, 22. októberl981. Hannes H. Gissurarson. Bókafregnir Gunnar Thoroddsen Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér samtalsbók við Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra. Bók þessi er byggð á samtölum sem Ólafur Ragnarsson átti við Gunnar á síðasta sumri og í haust. Spannar bókin æviferil Gunnars allt frá fæðingu og framyfir síðasta Iandsfund. Bókin skiptist í fimmtán kafla sem nefn- ast: Sambandsslit og fyrsti gusturinn; Þýsk mörk og fyrsta forsetakjörið; Ættir raktar í Barmahlíð; Uppvöxtur og póli- tískar rætur; Hjaðningavíg í forsetakjöri 1952; Munaðarvörur og viðreisnarbú- skapur; Farið út úr púðurreyknum; Forsetakjör með dapulegum skugga; Orgeltónar og handritamál; Heimkoma og heljarstökk; Stjómarsprenging, leiftursókn og Mr. X; Söguleg stjórnar- myndun; Sannfæring, flokksræði; Að loknum landsfundi Gunnars og Geirs; Stjómarstörf og svanasöngur. I bókarauka eru síðan birt stefnuskrá Heimdallar frá 1931; Ræða Gunnars á norrænu stúdentamóti 1935; Grein Gunnars um forsetakjörið 1952. Kafli úr landsfundarræðu Bjama Benediktsson- ar 1965; Yfirlýsing Alberts Guðmunds- sonar við stjórnarmyndun Gunnars; Bréf Gunnars til forseta íslands 3. febrú- ar 1980; Yfirlýsing Pálma og Friðjóns um samstarfið við Gunnar 7. febrúar 1980 og stjómarsáttmáli ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens. Bók þessi er prýdd nokkrum fjölda mynda og er um 320 síður að stærð - öll hin vandaðasta að ytri umgjörð. Athygli vekur þó, varðandi efnistökin, að ákaf- lega mörgu er sleppt - einkum því sem Gunnar hefur verið gagnrýndur fyrir - og í raun er þessi bók samfelld lofgjörð um það einstaka mikilmenni sem forsætis- ráðherrann er að mati höfundarins! Nefna má að ekki er minnst á þá umræðu sem fram hefur farið að undanfömu um , ,friðkaupastefnu” Gunnars frá ámnum fyrir seinna stríð, sem Pór Whitehead gerir að umtalsefni í bók sinni Ófriði í aðsigi og Sigurður Líndal fjallar einnig um í ritdómi um þá bók í Skírni 1981. Þó hefur það þýðingu vegna þeirrar tiltölu- lega miklu umfjöllunar sem er í bókinni 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.