Stefnir - 01.12.1981, Page 64

Stefnir - 01.12.1981, Page 64
Bókarkafli Stefnis Schutz, borgarstjóri Vestur-Berlínar mælti með því í grein, sem hann skrifaði í vikuritið Zeit, 27. júní 1969, að komið yrði á eðlilegum tengslum milli Þýskalands og Póllands og jafn- framt, að núverandi landamæri yrðu viðurkennd, gerði Pravda lítið úr þeim ummælum, og sagði: ,,Með grein þessari reynir Schútz í rauninni að fá landamæri Póllands endurskoð- uð.”6) Lítið gert úr afrekum annarra Upplýsingar í dagblöðunum rannsóknir, vísindi, tækni og jafnvel íþróttir eru einnig einhliða. Til dæmis birtust í Pravda nær eingöngu fréttir um afrek sovétmanna á Evrópumeistara- mótinu í Aþenu í september 1969. Þannig skýrði blaðið frá því, að sovésk íþróttakona fékk bronsverðlaun í spjótkasti kvenna. Ekki var á það minnst hver fékk gull og silfurverð- launin. Blaðið minntist ekki heldur á hver sigraði í 5000 m Frá réttarhöldunum yfir rithöfundunum Sinjavskíog Daníel. Peim vargefið að sök að hafa birt svívirðingar um Ráðstjórnarríkin erlendis og voru dœmdir í margra ára þrœlkunarvinnu. hlaupi karla, en það var Englendingur. Hins vegar upplýsti það, að sovéskur hlaupari hefði verið annar í mark. Athuga- semdir Pravda í lok mótsins voru þær, að mótið hefði ,,ein- kennst af miklum sigrum sovéskra íþróttamanna”, sem hefðu unnið 9 gullverðlaun. Þess var ekki getið hverjir hefðu unnið til hinna verðlaunanna, ekki einu sinni, að bandalagsþjóðin Austur-Þýskaland hafði hlotið 11 gullverðlaun.7) Mánaðar- ritið um efnahagsmál, Ekonomitschskaja Gaseta, birti í hefti nr. 28, 1970, tímatöflu yfir sigurinn á himingeimnum. Allar mikilvægustu geimtilraunir Sovétríkjanna, allt frá fyrsta Spútniknum í október 1957, voru nefndar. Hins vegar voru tilraunir Bandaríkjanna ekki nefndar einu orði, ekki einu sinni tunglferðir þeirra. í Sovétríkjunum er 12. apríl dagur geimfaranna. Dagblöðin lofa starf geimfaranna bæði í bundnu og óbundnu máli, og svo var einnigl2. apríl 1970. Svo vildi til, að daginn áður hófst ferð Apollo 13. til tunglsins. Pravda birti á degi geimfaranna 21 línu um atburðinn, neðst á bls. 5. Öðrum blöðum þótti ekki taka því að minnast á hann. Frásagnir um fyrstu lendingu manna á tunglinu með Apollo 11. eru einkennandi fyrir sovéskan fréttaflutning. Sjónvarpið sagði frá atburðinum í almennum fréttatíma, fjórum klukku- stundum eftir að tunglferðin hófst. Fréttin, sem var fjögurra mínútna löng, var ekki sögð í upphafi fréttasendingarinnar. Öðru nær. Hún var lesin á eftir uppskerufréttum, frásögnum um punktalogsuðu o.þ.u.l. Næsta dag var Pravda eina dag- blaðið í Moskvu, sem birti fréttina á forsíðu. Hin blöðin birtu hana á einhverri inn-síðunni. Pravda, Rauða stjarnan, málgagn hersins og Trud, málgagn verkalýðsfélagsins voru einu dagblöðin, sem birtu mynd með fréttinni. í Sovjetskaja Rossija birtist við hliðina á fréttastofufrásögninni um upphaf tunglferðarinnar, grein fréttaritara blaðsins um fátækt og sorp „Flokkurinn stýrir dagblöðunum, ” sagði Lenín og blaðamenn Ráðstjórnarríkjanna telja starf sitt aðeins hluta flokksstarfsins og flokksáróðursins. í New York borg. Greinin var símsend og tvöfalt lengri en Apollo-fréttin. Fyrirsögnin yfir fátæktargreininni var rituð með þrefalt stærra letri en fyrirsögnin yfir geimferðarfréttinni. Næstu daga mátti öðru hvoru lesa á innsíðum blaðanna stuttar tilkynningar um gang tunglferðarinnar. Útvarpið helgaði ferðinni nokkrar sekúndur í fréttatímum. Sjónvarpið sýndi aðeins í fréttatíma á kvöldin myndir frá fluginu, en aldrei lengur en í tvær til fjórar mínútur. Lent var á tunglinu um kl. 11 e.h. á Moskvutíma. Hvorki hljóðvarp né sjónvarp þótti taka því að tilkynna lendinguna tafarlaust. Dægurlagastöðin Majak gat með fáum orðum um lendinguna 15 mínútum síðar, í venjulegum fréttatíma. í lok miðnæturfréttatímans var lesin upp 5 lína fréttatilkynning Tass fréttastofunnar um lending- una í hljóðvarpi Moskvu. Sama tilkynning var lesin upp í lok miðnæturfréttatíma sjónvarps Moskvu. Á undan höfðu verið lesnar og sýndar fréttir um málmfræði, Lenín, íþróttir og mótmæli bandarískra stúdenta gegn stríðinu í Víetnam. Engin skýringarmynd var sýnd. í fréttatíma, sem sýndur var 3 klst. áður, hafði ekki verið minnst einu orði á tunglferðina. Pravda birti frásögnina næsta dag neðst á forsíðunni á milli uppskeru- og verkalýðsfélagsfrétta. Efst á sömu síðu var gert mikið úr því, að öll tæki virtust starfa eðlilega í hinu dularfulla geim- skipi Lúnu 15, sem þegar hafði verið skotið á loft. Báðar fréttirnar komu frá fréttastofunni Tass. Fréttin frá Lúnu 15. var 16 línur á lengd en fréttin frá Apollo 6 línur. Fyrirsögn Lúnu-fréttarinnar var gerð með 17 mm háu letri en Apollo- fréttin með 6 mm. Neðst á bls. 5 birti Pravda stutta frásögn fréttaritara síns í Washington um undirbúning tungllendingar- innar. í leiðara Pravda stóð ekkert um tungllendinguna. Hann fjallaði um kommúnismann og bræðralag meðal manna. Önnur morgunblöð birtust ekki þennan dag, sem var mánu- 64

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.