Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Síða 7
1891
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1891 70494 (69977 í árslok 1890).
Lifandi fæddust 2358 (2189) börn, eða 33,3%0 (33,8%0).
Andvana fæddust 79 (79) börn, eða 32,4%0 (34,8%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 45.
Manndauði á öllu landinu var 1345 (2035) menn, eða 19,0%o (29,1%0). Á 1. ári dóu
392 (600) börn, eða 166,2%0 (274,1%0) lifandi fæddra. Af slijsförum dóu 90 (74 drukkn-
uðu, 7 urðu úti, 9 vegna annarra slysa). Sjálfsmorð voru 5.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Landlæknir telur heilsufar í landinu með bezta móti á árinu. Engar alvarlegar
farsóttir náðu útbreiðslu.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Stakk sér niður í 9 héruðum, en tilfelli voru fá, og læknar láta hennar að engu
getið.
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Af barnaveiki eru skráð 30 tilfelli í 6 héruðum. 8 eru taldir dánir úr veikinni.
1. Læknishérað. Barnaveiki (croup) hefur alls elcki borið fyrir nema í eitt
skipti (á bæ fyrir sunnan Hafnarfjörð, að Ási), og batnaði barninu. Var stöðugt við-
höfð einigufa, sem ég oftar en einu sinni hef séð, að hefur góða verkun á sjúkdóminn.
Þegar ég fór frá barninu, kom mér ekki til hugar, að takast mundi að bjarga því, en
móðir barnsins hafði góða trú á gufunni og hélt henni áfram (undir tjaldi) dag sem
nótt, og þakka ég nákvæmni hennar, að barnið lifði af. Af illkynja kverkabólgu
(diphtheritis) hef ég ekkert tilfelli séð, og eru nú liðin 1 eða 2 eða 3 ár, síðan ég hef
séð þá veiki hér. Virðast bæði croup og diphtheritis að verða hér óalmennari, hvað
sem til þess ltann að koma.
4. læknishérað. Þau fáu diphtheritis-tilfelli, sem ég hef haft til meðferðar, hafa
verið mjög illkynjuð. Af 8, sem sýktust, dóu 2. Var það kona, sem komin var yfir
þrítugt, og tveggja ára gamalt barn, sem hún hjúkraði. Ég var sóttur 5 dögum eftir
að veikinnar varð vart, en þegar ég kom, voru bæði látin.