Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 11

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 11
9 1891 stór og fastur, engin sérleg viðkvæmni þar, en verkir frá fossa iiiaca og upp eftir, stundum ofan í lær, svitakóf af og til og velg'ja og alltaf mjög tregar hægðir. Þar sem ég vegna óveðurs ekki komst upp yfir heiði til að gera incisionina, gerði kollega minn, Kjerulf, hana, en ég hef séð um sjúklinginn síðan. 8. Lungnabólga (pneumonia crouposa). Veikin er á farsóttaskrá úr 15 héruðum, alls 140 tilfelli. Þar af dóu 21, eða 15%. Landlæknir lætur þess getið, að lungnabólga sé einn algengasti og hættulegasti bráð- ur sjúkdómur, sem herji á landsfólkið. Læknar eru fáorðir um veikina á þessu ári. 10. læknishérað. Af pneumonia 2 tilfelli í febrúar og 2 í maí í börnum — mors. 11. læknishérað. Lungnabólga hefur eins og vant er stungið sér niður hér og hvar, en fáir úr henni dáið mér vitanlega. í sjúkrahúsinu á Akureyri dó kona, sem hafði verið lögð þar inn dauðvona af lungnabólgu. 11. læknishérað. Lungnabólga hefur, eins og vant er, stungið sér niður hér og niður og jafnframt kvefsótt, og varð vart við hvort tveggja út sumarið. 9. Kvefsótt (bronchitis el pneumonia catarrlialis). Skráð eru aðeins 413 tilfelli kvefsóttar á öllu landinu. I. læknishérað. Fyrir nokkrum árum síðan mátti ganga að því vísu, að með vorinu kæmi kvefveiki með lungnabólgu og brjósthimnubólgu. Þetta hefur eigi borið til síðast liðið ár, þótt auðvitað nokkur kveftilfelli hafi komið fyrir. Þegar ég ber þetta saman við vorin um og eftir 1870, er hér sórkostlegur munur. Hvernig á þessu stendur, er eigi hægt að segja, allar ástæður þá og nú virðast vera hinar sömu. Vorið, sein leið, veit ég eigi til, að komið hafi fyrir lungnabólga nema í tveimur sjómönnum. Auðvitað er læknis oft eigi leitað úr nærsveitunum, og vera má, að fleiri tilfelii hafi komið fyrir önnur en þau, sem ég hef séð. 3. læknishérað. Kvefsótt stakk sér niður æðialmennt tvo síðustu mánuði ársins. Á mörgum bæjum hafa því nær allir heimilismenn fengið meiri eða minni snert af henni. Hvergi hefur hún verið illkynjuð, og fremur fáa hefur hún lagt í rúmið. II. læknishérað. Mest brögð hafa verið, eins og vant er, að ofkælingarsjúkdóm- um, svo sem kvefveikindum og bronchitis, auk sjúkdóma í meltingarfærum. 14. læknishérað. Nú undir árslokin hefur lítið eitt borið á vægri kvefsótt. Tel ég víst, að hún hafi einkum orsakazt af óvanalegri umhleypingatíð, því að svo má að orði kveða, að tvær og þrjár áttir hafi verið í lofti saina dag síðan um nóvemberbyrj- un, og er því veðráttufari eigi lokið enn. 15. læknishérað. Samfara kikhóstanum voru nokkur brögð að bronchitis og lungnabólgu, einkum í janúar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.