Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 14

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 14
1891 12 en væri óvenjulega stórt. Við ytri athugun fann ég, að fóstrið lá langsetis, höfuð var gengið nokkuð niður í efra grindarop, en samt hreyfanlegt, og hjartsláttur var greini- legur. Við exploratio fannst fyrir stórum, hnöttóttum, spenntum, fjaðrandi sléttum, fyrirliggjandi hluta, sem fyllti nálega alla cavitas pelvis og vel gat líkzt caput. F.kki fundust þó hausamót. Kröftugar hríðir gerðu hann enn spenntari, en þess í milli var hann aðeins dúandi eða a. m. k. fjaðrandi. Ég reyndi að þreifa með fingri upp á við, ef ske kynni, að ég gæti gengið úr skugga um upptök tumors og afstöðu til orificium. Eftir margar árangurslausar tilraunir tókst mér loks að komast upp íyrir hann að framanverðu, svo að ég gat fundið fyrir örlítilli brún á mörkum mýkri hluta, en hvergi fannst op. Aftan við tumor komst ég hvergi og fann því aldrei orificium. Er ég þreifaði per rectum, fann ég einungis fyrir stórum, fjaðrandi tumor framan við recto-vaginal-vegginn. Tilraunir til að reponera háru náttúrlega engan árangur. Ég beið því um stund aðgerðalaus að sjá, hverju fram yndi, og vænti þess, að tumor spryngi. Er mér virtist konan vera farin að þreytast um of af þessari erfiðu sótt, gerði ég loks punktur með miðlungsstórum troikart. Náðist þar út gulleitur vökvi, þó mjög lítið (30—40 grömm), og flutu í honum margar örlitlar sullblöðrur. Bjúg- um, hvassyddum bistouri var nú smeygt inn i augað á elastisku katheter, og er það var komið eins hátt upp og komizt varð, eða til móts við efsta þriðjung tumors, sneri ég því svo, að bistouri-oddurinn gekk út úr auganu. Er ég hafði með exploration gengið úr skugga um, að hnífsoddurinn nam við tumor, lyfti ég skaftinu, og oddur- inn gekk greiðlega inn. Risti ég svo 5—6 cm langan skurð, og rann þar út samstundis mikið af gulleitum vökva, sem moraði af stórum og smáum sullblöðrum. Tæmdust þar út á að gizka 2 lítrar. Exploration var gerð rétt eftir punktur, er vökvinn var að mestu genginn út. Fannst þá, að orificium var öldungis lagt saman, og gegnum himn- urnar, sem enn voru heilar, mátti siðan greinilega finna höfuðið. Var það i 1. hvirfil- stöðu, og var því líltast, að skinnpjatla (sullblaðran) héngi á freinra barmi orificium. Himnurnar voru tafarlaust sprengdar, og þegar eftir komu kröftugar hríðir, sem þrýstu höfðinu á fáeinum mínútum niður, og í næstu svipan birtist það í rima. Er hlé varð svo á hriðunum, varð konan allt í einu miður sín. Þar sem ég hugði, að þetta stafaði af innvortis blæðingu, lagði ég strax á töng, en hafði rétt komið á öðrum tang- ararminum, þegar skyndileg, öflug hríð skaut fram óvenjustórum dreng, mjög asfykt- iskum. Meðan verið var að skilja í milli, gekk fylgjan niður í vagina, og var hún umsvifalaust dregin út. Fylgdi henni mikil blóðbuna. Virtist konunni þó verða lítið meint af, og þar sem uterus dró sig vel saman, sneri ég mér að barninu, og færðist að lokum líf í það. En nú tók að draga af konunni, enda mæddi hana allmikil blóð- rás. Var því horfið frá frekari exploratio. Kröftug, heit kreólín-vatnsskolun stemmdi að mestu blæðinguna, en fundus var einnig stöðugt nuddaður. Með konuna var svo farið á venjulegan hátt. Henni reiddi vel af, lá að vísu í 22 daga, og hreinsun var að sögn óvenjumikil með stórum tægjum og einhverju, sem líktist skinnpjötlum. Ég hygg því, að sullamóðirin hafi farið með hreinsuninni. Því miður hef ég ekki fengið tækifæri til að sjá konuna, eftir að hún fæddi, en að sögn hefur hún jafnað sig að fullu. 8. læknishérað. Sullaveikir voru þrír, það ég til veit, en einn af þeim dó á árinu. 9. læknishérað. Sjúklingurinn, sem hér greinir frá, var 24 ára stúlka. Var hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.