Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 15

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 15
13 1891 heilsugóð framan af aldri, en á 8. ári fékk hún kikhósta, er lagðist þungt á hana og hélzt í 38 vikur. Eftir það fór hún að finna til verkja fyrir bringspölunum. Ágerðust þeir smám saman, þar til hún var 18 ára. Var þá komin stór kúla fyrir bringspalirnar, einkum hægra megin. Fékk hún meðul hjá lækni, og virtist sjúkdómurinn þá snúast til bata, kúlan minnkaði smám saman, og þraut sú, er henni var samfara. Fékk hiin góða heilsu, en fann þó stöku sinnum til stings undir „vinstri“ siðunni. Aldrei hefur hún haft gulu og enga aðra sjúkdóma, nema litinn snert af hettusótt og létta mislinga. Tiðir fékk hún 16 ára, og hafa þær ávallt verið reglulegar, þangað til í fvrra. Þá fékk hún landfarsótt (inflúenzu) með áköfum feber. Hún lá rúmföst í viku. Þá fór að bera enn meira á verknum undir vinstri síðunni, og færðist hann smám saman yfir allt lifið og aftur í bak og varð síðan ákafastur aftan undir hægri siðunni. Jafnframt þessu fór að vaxa kúla fyrir bringspölunum. Sjúklingurinn fylgdi fötum, þangað til i desember f. á. Þá gildnaði hún mjög, og allt lifið varð hart og afar sárar þrautir um það, sem lagði niður i lærin. Matarólyst, ógleði, uppsala, hægðaleysi, tíðateppa, feber sjaldan. í þessu ástandi var hún flutt til min 11. marz. 13. marz stóð kúlan mest fram 4 cm fyrir ofan naflann. Öldukvik (fluctuatio) finnanlegt. Stungið á kúlunni i miðlínu, þar sem hún stóð mest fram. Út komu nokkrir dropar af gul- leitum vökva. Þá var gerður á sama stað skurður eftir miðlinu. Út kom 1 pottur af sams konar vökva, sem var hálfþykkur af smásullum og drefjum af samföllnum sullum. Daginn eftir kom út nálega annað eins, minna 3. dag. 4. dag komu út 2 pottar auk þess, sem runnið hafði út af sjálfsdáðum. Sjúklingurinn mjög tærður, matar- ólyst, ógleði, uppsala. Útferðin hélzt framvegis, var þynnri og dökkleitari með vondri lykt, líktist vondum grefti. Ógleði og uppsala hélzt við i fullar 3 vikur, og á þeim tíma megraðist sjúklingurinn svo mjög og tærðist, að hún var alveg aðfram komin. Legu- sár tóku að gera vart við sig, þrátt fyrir alla mögulega vörn gegn þeim. Eftir það tók veikin að snúast til batnaðar. Eftir 20 vikur fór sjúklingurinn heim og varð upp úr því albata. — Ung kona, nýgift i annað sinn, sem aldrei hafði áður fengið nein merki til sullaveiki, varð laus við sull á þann hátt, að sullurinn gekk niður af henni með þvag- inu. Eftir þriggja vikna lasleika virtist hún albata. ii. læknishérað. Kona, sem hafði lengi verið sárþjáð af sullaveiki, lézt i sjúkra- húsinu á Akureyri á árinu. Hafði hún sjálf kosið, að reynt yrði að lækna hana með kviðskurði (laparotomia), heldur en brunalælcningu Recamiers, er ég hef viðhaft i seinni tíð til að komast hjá hinum mikla legukostnaði, er hin siðarnefnda lækninga- aðferð jafnan hefur í för með sér, enda þótt engar dulur væru dregnar á það, hversu sú lækningaaðferð kynni að verða hættulegri fyrir líf hennar en brunalækningin. Með þvi að danska herskipið var þá hér á höfninni og skipslæknirinn, herra dr. med. A. Bornemann, var fáanlegur til að gera kviðskurðinn, gerði hann skurðinn með aðstoð undirlæknis sins, herra cand. med. et chir. Thomsen, og minni. Sullurinn var ekki opnaður i það skipti, en saumaður við kviðarsárið og svo lagðar steriliseraðar umbúðir yfir. Eftir kviðskurðinn var sjúklingurinn mjög veikur. Þjáði hana mest velgja, uppköst og hiksti, svo að hún gat lítið sem ekkert nærzt. Líkamshitinn fór aldrei yfir 38.1° í handarkrikanum. Á 7. degi eftir kviðskurðinn skipti ég um umbúðir á sjúklingnum og opnaði sullinn. Gat ég ekki gert það fyrr vegna ferðalaga og ann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.