Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 16
1891
14
rikis. Kom þá út nokkuð af tærum vökva og smásullum. Lagði ég svo drainrör
inn í sullinn og steriliseraðar umbúðir yfir sárið. Einnig var allra antiseptiskra
varúðarreglna gætt, þegar skipt var um umbúðirnar, eins og áður við kviðskurðinn
sjálfan. Daginn eftir dó sjúklingurinn. Viðvíkjandi þvi, er likskurðurinn leiddi i Ijós,
skal ég ekki orðlengja meira, en aðeins vísa til þess, sem dr. Bornemann hefur skrif-
að i Hospitals Tidende fyrir árið 1891, en skal þó geta þess, að ekki sáust á lífhimn-
unni merki þess, að sjúklingurinn hefði nýlega haft lifhimnubólgu („frisk periton-
itis“), er hafi getað orsakazt af lækningatilrauninni. Missmíði þau, er á lífhimnunni
sáust, bentu til þess, að sjúklingurinn hefði við og við að undanförnu haft lífhimnu-
bólgu, er var um garð gengin, þegar skurðurinn var gerður. — Annar sjúklingur, er
lá í sjúkrahúsinu vegna sullaveiki, læknaðist fullkomlega við brennsluaðgerð og
fór heim til sín eftir 72 daga dvöl.
12. læknishérað. Getið er á sjúkdómaskrá 30 manns með echinococcus hepatis.
2 tilfelli (konur) þó vafasöm. í þremur tilfellum perforatio inn i lunga. Enn fremur
2 með tumor abdominis og 1 með tumor hepatis, og telur héraðslæknir, að echino-
coccus komi þar til greina.
15. læknishérað. Af lifrarveiki með echinococcus hafa komið fyrir 33 tilfelli.
Hjá 2 sjúklingum sprakk meinið inn í lungað. I öðru sinni var einnig haemoptysis.
Hjá 2 opnaðist meinið inn í maga og görn. Hjá 1 kom suppuratio, og var gerð incisio
miðs vegar milli naflans og curvatura hægra megin, og tæmdist það þannig. Hjá
1 konu kom sullhús í tvigang með mensis. Echinococcus lá i þessu tilfelli i vinstri
hlið af abdomen frá hypochondrium sin. ofan fyrir naflann og til vinstri. Sagði kon-
an, að um það leyti, sem hún hafði mensis, fengi hún verki í það, og sér fyndist
tumor færast neðar eða ná lengra ofan. Enginn tumor fannst per vaginam. Fyrir
ári síðan komu fleiri litlir sullir, en við siðustu menstruatio í ágúst kom eitt stórt
sullhús og annað minna. í hvort tveggja skiptið hafði hún fremur venju verki með
mensis, líkt og hríðir, tregar hægðir og máttleysi í fótum, en varð frísk skömmu
á eftir. Hún hefur ekki átt barn, siðan fór að bera á þessu.
16. læknishérað. f yfirlitsskýrslu getur um echinococcus abdominis í 3 tilfell-
um, en engar aðgerðir.
17. læknishérað. Við sullaveikissjúklinga hef ég ekkert átt operativt á þessu ári.
19. læknishérað. Af echinococcus tumorum má geta eins, sem læknaðist með
punktur með liggjandi kanyle.
20. læknishérað. Getið er um eitt mannslát af völdum echinococcus hepatis.
5. Kláði (scabies).
Læknar telja fram 106 kláðasjúklinga i 8 héruðum.
6. Geitur (favus).
Tilgreindir eru 6 geitnasjúklingar i 3 héruðum.