Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 23
1892
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1892 71221 (70494 í árslok 1891).
Lifandi fæddust 2262 (2358) börn, eða 31,9%0 (33,3%0).
Andvana fæddust 91 (79) börn, eða 38,8%0 (32,4%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 39, þríburafæðing 1.
Manndauði á öllu landinu var 1200 (1345) menn, eða 16,9%0 (19,0%o).
Á 1. ári dóu 331 (392) börn, eða 146,3%0 (166,2%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 57 (35 drukknuðu, 13 urðu úti, 9 vegna annarra slysa).
Sjálfsmorð voru 5.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar var óvenjugott á árinu. Engar alvarlegar farsóttir náðu útbreiðslu.
A. Bráðar farsóttir.
1. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Af barnaveiki eru skráð 38 tilfeili. Af þeim dóu 5.
I. læknishérað. Barnaveiki (croup) sá ég aldrei og heyrði heldur eigi um, að
hún hefði sýnt sig. Hvað þá veiki snertir, skal ég geta þess, eins og ég áður hef
tekið fram í skýrslum mínum, að þessi skæða veiki virðist koma miklu sjaldnar
fyrir nú á síðari árum en áður, hvernig sem á því kann að standa. Sama er að segja
um diphtheritis, sem, þótt hún sýni sig, aldrei virðist eitra út frá sér. Á þessu ári
sá ég aðeins 1 tilfelli af diphtheritis, og var það í barni og var heldur væg. Batnaði
barninu fljótt án eftirkasta.
II. læknishérað. Croup og diphtheritis gerðu vart við sig á Oddeyri i 2 húsum.
1 öðru voru tvö börn, og veiktust bæði, annað dó, en hinu batnaði. I hinu húsinu
veiktust 4 börn, og dó eitt af þeim.
14. læknishérað. Diphtheritis sú, er bar á við sjó sums staðar í sumar og haust,
kom hér eigi.
2. Inflúenza.
Veikin er hvergi talin á farsóttaskrá á árinu.
10. læknishérað. Veikindi á þessu ári hafa verið með minnsta móti, að öðru
leyti en þvi, er inflúenza eða snertur af þeirri veiki gekk hér nokkuð almennt, jafnvel
þótt eigi legðist þungt á fólk.