Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Síða 26
1892
24
20. læknishérað. 3 tilfelli komu fyrir af gigtfeber, og er það í fyrsta sinni, sem
þessi veiki hefur komið fyrir mig hér í 27 ár.
8. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Tilgreind eru 131 tilfelli í 18 héruðum, en landlæknir telur tilfellin 135 og 34
mannslát, eða um 25%.
2. læknishérað. Pneumonia crouposa var mjög tíð í apríl, maí og júní og það
enda tíðari en fyrirfarandi ár, en veikin var ekki mjög skæð, og dóu fáir.
11. læknishérað. Lungnabólga hefur komið fyrir í læknishéraðinu flesta mánuði
ársins, og hafa þrír sjúklingar dáið úr henni, að því er mér er kunnugt.
20. læknishérað. Af þeim 4 tilfellum, sem fyrir komu af pneumonia crouposa,
voru 3 mjög illkynjuð, og enduðu 2 af þeim með meningitis.
1. aukalæknishérað. 11 lungnabólgusjúkling'a fékk ég til meðferðar, og dóu 4
þeirra.
9. Kvefsótt (bronchitis v. pneumonia catarrhalis).
Af bronchitis eru talin aðeins 370 tilfelli í 14 héruðum. Af þeim dóu 8.
15. læknishérað. Þótt kvefsótt yrði nokkuð almenn, einkum í júní og júlí, og
enda oft líktist inflúenzu, varð hún þó aldrei mjög þung, og þeir, sem dóu, voru
nokkur gamalmenni, sem fengu pneumonia.
10. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina et catarrhus inestinalis acutus).
Skráð eru 14 tilfelli af blóðsótt í 4 héruðum, en 249 tilfelli af iðrakvefi.
15. læknishérað. Þetta ár gerði cholerina vart við sig í síldarhúsunum, en hætti
fljótt aftur, þar sem meira eftirlit var með hreinlæti í húsunum og þau einnig betri
en í fyrra.
20. læknishérað. í júlímánuði komu fyrir 6 tilfelli af niðurgangi og litlu kóleru.
Engin illltynjuð.
11. Ginklofi (tetanus).
4. læknisliérað. 2 tilfelli, báðir sjúklingar dóu.
20. læknishérað. 1 tilfelli, sjúlingur dó.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Sárasótt (syphilis). Með sárasótt eru skráðir 2 sjúklingar í Reykjavík, báðir
danskir sjómenn, er komu með sjúkdóminn frá Englandi.
Lekandi (gonorrhoea). Með lekanda eru skráðir 4, 2 í Reykjavík, 1 í 13. læknis-
héraði og 1 í 15. Um 3 er tekið fram, að þeir hafi verið fitlendingar.