Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 27
25
1892
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Getið er aðeins 12 sjúklinga með lungnaberkla.
9. læknishérað. 1 tilfelli af plithisis pulmonum á fyrra árshelmingi, en 4 á
síðara helmingi. Um þessi 4 tilfelli segir héraðslæknir sá, er tók við héraðinu á miðju
ári: Þótt ég hafi sett sjúkdómsgreininguna „phthisis pulmonum“, hef ég engin tök
á að sanna, að þar sé um tuberculosis að ræða, þar sem ég hef ekki til umráða mikró-
skóp til að sannprófa sjúkdómsgreininguna. Vafalaust hefði ég sett þessa sjúkdóms-
greiningu, hefði ég skoðað þessa sjúklinga við komu á spítala í Kaupmannahöfn, og
ég liefði vænzt þess að finna bacillur. Aðeins einn þessara sjúklinga er nú andaður.
Frétti ég það fyrst ^nokkru síðar vegna fjarlægðar. Um krufningu var þvi alls ekki
uð 1 æða. ; þ’ ■ ■* ‘ ■1
10. læknishérað. Phthisis pulmonum 2 tilfelli, báðir dánir, erythema nodosum
1 tilfelli.
11. læknishérað. Ein kona er talin í ársskýrslu sjúkrahússins með phthisis
pulmonum.
13. læknishérað. Tæring 1 tilfelli.
18. læknishérað. Tuberculosis pulmonum 4, malum Potti lumbale 3, tumor
albus genus 2, cubiti 1.
3. aukalæknishérað. Pleuritis (tuberculosa?) 1 tilfelli.
3. Holdsveiki (lepra).
Um holdsveiki segir landlæknir m. a.: Engin veruleg breyting hefur orðið á sjúkl-
ingafjölda, síðan hin rækilega talning holdsveikra fór fram árin 1887 og 88. Mikil
nauðsyn er á að koma upp sjúkrahúsi handa holdsveikissjúklingum, bæði sjálfra
þeirra vegna og nágranna þeirra. Hef ég lagt til, að gamalt steinhús nálægt Reykjavík,
fyrrum biskupssetur, yrði tekið til þeirra nota, og mætti gera það viðunanlega úr
garði fyrir um það bil 40—50 þúsund krónur. Ekki hefur þessi tillaga fengið neinar
undirtektir. — Læknar geta 28 holdsveikisjúklinga í aðalskýrslum sínum.
1. læknishérað. Tveir sjúklingar, báðir utanbæjarmenn.
2. læknishérað. Lepra 1 tilfelli.
4. læknishérað. Lepra tuberosa 3 tilfelli (1 dáinn), anaesthetica 1.
9. læknishérað. Lepra anaesthetica 1. g. 1 tilfelli.
11. læknishérað. Því miður virðist svo sem holdsveiki sé fremur að aukast í
þessu læknishéraði, einkum í Höfðahverfi og enda víðar. Ég get ekki sagt, liversu
margir holdsveikir muni vera í umdæminu, því að mér hefur ekki gefizt tækifæri til
að ferðast svo um allt læknishéraðið, að ég hafi getað rannsakað það til hlítar. En
haldið hef ég spurnum fyrir um það og verð eftir því að álíta, að ekki svo fáir sjúkl-
ingar hafi bætzt við þá, sem fyrir voru með þennan sorglega og hryggilega sjúkdóm.
18. læknishérað. Lepra tuberosa 11 tilfelli, anaesthetica 3.
3. aukalæknishérað. 4 tilfelli.
7. aukalæknishérað. 2 tilfelli.