Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 30

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 30
1892 28 uni. Henni var komið fyrir skamint frá heimili mínu. Stakk ég á tumor með miðlungs troikart og Iét síðan holnál sitja í sárinu (canyle á demeure). Úr sullhúsinu tæmdust fyrst 3 pottar af gulleitum vökva, en smám saman tæmdust út sullungar og sullhimnur. Sjúklingurinn fékk ekki peritonitis. Hún hafði náð sér svo, að hún gat setið uppi, skrifað bréf og lesið, og matarlyst var orðin sæmileg, er hún ofkældist fyrir óvarkárni og dó úr lungnabólgu á 5. degi, 3 mánuðum eftir ástunguna. Hinn sjúklingurinn hafði fluktuerandi tumor í regio gluteae dx. Hafði fyrst tekið eftir honum fyrir 5 árum. Tumor hafði ekki stækkað og ekki verið til verulegra óþæginda, þar til í fyrra, að sjúklingurinn datt á sitjandann. Fékk hann upp úr því verki í tumor, sem fór nú sívaxandi. Var honum komið fyrir í nágrenni við mig. Skar ég í meinið þann 5. október, og rann þá út % pottur af graftarkenndum vökva með gul- leitum himnum. Síðan skolaði ég holuna með volgu bórvatni, og flutu þá út 5 heilar suilblöðrur á stærð við ertur. Tróð ég svo karbólgaze-kera inn í skurðsárið og lagði við karbólvættar umbúðir. 19 döguin síðar, þann 24. október, óskaði sjúklingurinn eftir að fá að fara heim til sín norður í Strandasýslu, en útferð var þó ekki að fullu hætt. — Enn fremur hef ég orðið þess var í 3 tilfellum síðast liðið sumar, að lungna- sullir spryngju inn í bronchi. Voru þetta 2 stúlkur, önnur 23 ára, hin 28 ára, og einn 35 ára karlmaður. Þessi tilfelli voru hvert öðru lík. Sjúklingarnir höfðu lengi kvalizt af þurrum hósta án verulegs uppgangs. í byrjun júní versnuðu hóstaköstin, og í einu þeirra kom upp úr lungunum gusa af blóðiblöndnum, graftarkenndum vökva (hve mildð það var, get ég ekki sagt með vissu). I vökva þessum reyndust vera sprungnar sullblöðrur. Næstu daga héldu sjúklingarnir áfram að hósta upp gusum, líkt og verður við bronchiectasis, þegar sputum safnast fyrir í holum og kemur upp í gusum. Smám saman hætti uppgangurinn að vera blóði blandaður, en ódaunninn af honum var æ meiri. Lét ég nú sjúklingana anda að sér aetheroleum therebinthinae, gtt 50 í einum potti af sjóðandi vatni. Var það haft í skál á borði, er sjúklingurinn sat við í stundarfjórðung tvisvar á dag, og var tjaldað yfir höfuðið og skálina. Var furðulegt að veita því athygli, hve skjótt uppgangurinn minnkaði og' daunninn þvarr. 4 vikum síðar gátu sjúklingarnir gengið til vinnu sinnar. Fyrir skömmu sá ég þá, og voru þeir þá frísk- ari en nokkru sinni áður. Ekki verður annað sag't en að það sé eftir atvikum happ að losna svo au$veldlega við sullmein, en því miður er það sjaldan. Einnig er það vand- kvæðum bundið að framkvæma aðgerðir á sullaveikissjúklingum úti á landsbyggðinni, þar sem ekki eru nein sjúkrahús. Samt verður að freista þess, því að sjúklingarnir krefj- ast þess, að læknirinn geri eitthvað fyrir þá, en flestir of fátækir til að leggjast á sjúkra- hús í Reykjavík. Öðru máli gegndi, ef til væru ókeypis rúm fyrir fátæklinga. 3. aukalæknishérað. Echinococcus hepatis 2. Viðvíkjandi öðru þessara tilfella má g'eta þess, að þegar sjúklingurinn var fluttur hingað úr næsta hreppi, sprakk sullurinn inn í þarmana, og sjúklingurinn varð albata á skömmum tíma. 7. aukalæknishérað. Echinococcus hepatis 4 tilfelli. 2 dóu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.