Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Síða 32
1892
30
þegar sjúklii>gurinn hóstaði. Var hann blandinn blóði, og lagði af honum æ meiri
daun. Þremur dögum síðar dó sjúklingurinn, bersýnilega af septicaemia.
Brjósthimnubólga (pleuritis). 23 tilfelli í 5 héruðum, þar af 18 i 2. læknishéraði.
Flogaveiki (epilepsia). 20 tilfelli í 5 héruðum, þar af 13 i einu héraði.
Gcðsjúkdómar (mb. mentalis). 9 tilfelli i 4 héruðum.
Móðursýki (hysteria). 191 tilfelli í 8 héruðum, þar af 108 í einu héraði.
Njálgur (oxyuris).
1. læknishérað. Oxyuris er hér fjarskalega algengur og ákaflega mikil mergð,
einkum á sumum börnum, heilar hrúgur, sem velta út úr anus.
Skgrbjúgur (scorbutus). 17 tilfelli í 6 héruðum.
1. læknishérað. Sjúkdómurinn sést óvenjulega sjaldan. Skyldi maður ætla hann
miklu algengari. Ég sá aðeins 1 tilfelli, og átti sjúklingurinn heima suður með sjó.
Vöðvagigt (rheumatismus musculorum). 204 tilfelli í 7 héruðum.
III. Fæðingar.
Getið er um, að læknar hafi alls verið viðstaddir 46 fæðingar. Töng var lögð á 28
sinnum, vending gerð 6 sinnum og framdráttur 2 sinnum. Að öðru leyti var tilefni
læknisvitjana, án þess að getið sé aðgerða, placenta praevia 3 skipti, accreta 1 skipti,
sitjandafæðing 1 skipti, haemorrhagia post partum 1 skipti, abortus 2 skipti og mania
puerperalis 1 skipti. Andvanafæðinga er getið 2 skipti. Læknar rita engar annálsverðar
frásagnir að þessu sinni.
IV. Yfirsetukonur.
2. læknishérað. Af Miðnesinu fór yfirsetukona sú, er þar var skipuð, á síðast
liðnu sumri, og hefur enn engin verið sett í stað hennar. í Grindavík og Höfnum eru
enn engar examineraðar yfirsetukonur. Að öðru leyti hefur engin breyting orðið á
yfirsetukvennaskipan í umdæminu.
11. læknishérað. Fjóra kvenmenn hef ég haft til kennslu í yfirsetukvennafræði
þetta ár, nefnilega eina úr Húnavatnssýslu, aðra úr Skagafirði og tvær úr Þingeyjar-
sýslu, og eru þær nú skipaðar yfirsetukonur, hver i sinni sýslu.
V. Slysfarir.
1. læknishérað. Ambustio manus 2, pedis 2, natium 1. Af þessum 5 brenndust
2 í Laugunum, en 3 á heitu vatni úr pottum. Congelatio 2. Báðir fengu kal á rjúpna-
veiðum. Á öðrum kól báðar stórutærnar, en á hinum bæði eyrun. Fractura radii 2,
claviculae 1, fibulae 2. Luxatio humeri 2, cubiti 1, pollicis 1. Vulnus sclopetarium 1.
Var það drengur uppi í Botnsdal, er datt með byssuna á rjúpnaveiðum, og fór skotið
gegnum lærið, en sakaði ekki mikið. Lá samt lengi og batnaði.