Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Síða 36
1893
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1893 71685 (71221 í árslok 1892).
Lifandi fæddust 2313 (2262) börn, eða 32,4*4 (31,9%a).
Andvana fæddust 91 (91) barn, eða 37,9%c (38,8%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 44.
Manndauði á öllu landinu var 1227 (1200) menn, eða 17,2%0 (16,9%0).
Á 1. áir dóu 298 (331) börn, eða 128,8%0 (146,3%0) lifandi fæddra.
Af slijsförum dóu 79 (69 drukknuðu, 5 urðu úti, 5 vegna annarra slysa).
Sjálfsmorð voru 4.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Landlæknir segir heilsufar mjög gott á árinu. Engar landfarsóttir voru á ferð.
A. BráSar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Af hlaupabólu eru skráð 142 tilfelli í 3 héruðum, nær öll, eða 135, í 1S. læknis-
héraði.
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Af barnaveiki eru skráð 16 tilfelli, 8 af diphtheritis og 8 af croup. Læknar nefna
veikina ekki í skýrslum sínum, en landlæknir segir svo: Læknar tala ekki um diph-
theritis, en eigi að síður hljóta allmörg tilfelli að hafa komið fyrir. Sjaldgæft er að
sjá hér illkynjaða diphtheritis, og er enginn efi á, að veikin er miklu vægari hér en
í Danmörku.
3. Inflúenza.
Á farsóttaskrám er aðeins talið 1 tilfelli af inflúenzu. Héraðslæknir í 15. læknis-
héraði segir þó, að inflúenza hafi komið nokkru eftir áramót.
4. Taugaveiki (febris typhoidea).
Af taugaveiki eru skráð 87 tilfelli í 8 héruðum, þar af 31 í 12. héraði. í því héraði
gekk farsótt, sem héraðslæknir áttar sig ekki fyllilega á (sjá skýrslu úr 12. héraði).