Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 61
1895
L Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1895 73449 (72177 í árslok 1894).
Lifandi fæddust 2476 (2168) börn, eöa 34,0%o (30,1%„).
Andvana fæddust 84 (83) börn, eða 32,8%0 (36,9%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 39, þríburafæðing 1.
Manndauði á öllu landinu var 1187 (1834) menn, eða 16,3%0 (25,5%0).
Á l. ári dóu 389 (369) börn, eða 157,1%0 (170,2%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 57 (44 drukknuðu, 6 urðu úti, 7 vegna annarra slysa).
Sjálfsmorð voru 10.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar er talið gott á árinu og manndauði lítill. Engin hættuleg farsótt náði
útbreiðslu.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar 58 30 142 134 99
Læknar tala ekki um veikina.
2. Mislingar (morbilli).
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar — — — — 2
Landlæknir gerir að umtalsefni þau 2 tilfelli af mislingum, sern fyrir komu á
árinu (í 15. læknishéraði). Um var að ræða 2 börn, sem komu með skipi frá Kaup-
mannahöfn og veiktust á Norðfirði. Um þetta farast honuin orð á þessa leið: Vegna
strangrar einangrunar smitaðist enginn, því miður. Ég segi „því miður“, af þvi að
ég tel, að það væri skilyrðislaust heppilegra, að mislingar yrðu landlægir á íslandi
en að þeir berist til landsins með margra ára millibili, eins og árið 1882. Þá höfðu
þeir ekki gengið síðan 1845 og óðu því um allt land.