Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 64
1895
62
9. Taugaveiki (febris typhoidea).
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar 56 105 87 137 167
13 eru taldir dánir úr taugaveiki á árinu.
í. læknishérað. Um febris typhoidea skal þess getið, að 2 af því, sem tilfært er,
voru væg tilfelli. 3. sjúklingurinn dó, en var líka veikur fyrir (sullaveiki).
5. læknishérað. Taugaveiki var að stinga sér niður, en ekki var mín vitjað fyrr
en í júlímánuði. Gekk hún út árið, og mátti rekja förin bæ frá bæ nálega um allan
Rauðasandshrepp. Þrátt fyrir margítrekaðar ániinningar og aðvaranir, var ekki hægt
að sporna við útbreiðslu veikinnar, af því að almenningur hér gerir sér lítið far um
að bæta heilbrigðisástandið, meðfram af vanþekkingu og fátækt. Einn maður dó úr
taugaveiki.
6. læknishérað. Typhussóttin, sem síðast á árinu 1894 hafði flutzt héðan úr kaup-
staðnum til Grunnavíkurhrepps, fór að verða þar illkynjaðri eftir nýárið og færðist
þar út á fleiri bæi og varð alls 5 manns að bana. En eftir miðjan aprílmánuð mátti
telja hana hætta þar.
9. læknishérað. Taugaveiki gekk á tveim bæjum í marzmánuði, og lögðust 5 sjúkl-
ingar. Veikin byrjaði jafnsnemma hér um bil á báðum stöðum, en eigi gat ég komizt
fyrir, hvaðan hún hafði borizt. í það sinn tókst að stemma stigu fyrir útbreiðslu veik-
innar, en i maí veiktist aftur einn maður, og hafði hann fengið veikina við að gista á
öðrum hinna fyrrtöldu bæja og sofa við rúmföt, er taugaveikur sjúklingur hafði notað
í marz.
11. læknishérað. Taugaveiki hefur dálítið gert vart við sig í umdæminu á um-
liðnu ári. Var það á 4 bæjum, og dó einn sjúklingur úr henni.
Í4. læknishérað. Taugaveiki stakk sér niður, og átti héraðslæknir í erfiðleikum
að fá suma húsráðendur til að fylgja varúðarreglum. Mannsláta er ekki getið.
15. læknishérað. Febris typhoidea hefur ekki komið fyrir nema á tveimur bæj-
um. Annar bærinn liggur í þjóðbraut og er almennur gistingarstaður undir heiði.
Hefur veikin flutzt þangað með ferðamanni úr öðru héraði. Á hinum bænum, sem er
skammt frá fyrra bænum og í sömu sveit, kom veikin upp 3 inánuðum seinna. Sam-
göngur voru á báðum stöðunum bannaðar, desinfection og þær varúðarreglur við-
hafðar, sem hægt var, svo veikin útbreiddist eigi.
7. aukalæknishérað. Eins og síðara hluta fyrra árs hefur í ár komið fyrir tals-
vert af febris typhoidea. Framan af árinu lagðist sótt þessi mjög þungt á þá, sem
hana fengu, og komu þá fyrir þau tvö dauðsföll, sem talin eru í skýrslunni um land-
farsóttir, en siðara hluta ársins hafa flest tilfellin verið fremur létt.
12. læknishérað. Taugaveiki hefur gert töluvert vart við sig á þessu ári, þó verið
heldur væg og eigi komið nema á fáa bæi, en tint þar upp nálega hveria manneskju.
Það virðist sem sjúkdómurinn sé orðinn vægari nú hin síðustu árin, og má vera, að
betri húsakynni, aukið hreinlæti og góð aðhjúkrun eigi þátt í því. Oft vanta í honum