Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 67
65
1895
17. Heilasótt (meningitis).
Þótt ekkert verði vitað um uppruna, eru hér tekin þau tilfelli af meningitis, sem
læknar telja fram.
í. læknishérað. 2 tilfelli, hvorttveggja ungar stúlkur á tvítugsaldri. Dóu báðar,
voru sullaveikar fyrir og hafði verið stungið á þeim nýlega og gengið vel.
2. læknishérað. 1 tilfelli.
5. læknishérað. 1 tilfelli.
7. læknishérað. Barn á 1. ári dó úr meningitis cerebro-spinalis.
10. læknishérað. 1 tilfelli.
9. aukalæknishérað. 1 tilfelli.
18. Gulusótt (icterus catarrhalis).
1. læknishérað. Icterus catarrhalis 3 tilfelli.
3. aukalæknishérað. Hér gekk nokkurs konar epidemi af icterus catarrhalis.
Einkum kom þessi sjúkdómur fyrir á börnum frá 2—12 ára. Kom stundum fyrir, að
2—3 börn veiktust á sama heimili, en yfir höfuð var hann mjög vægur, og flest af
hörnunum voru á fótum og kenndu sér einskis meins, nema matarólystar og lympu,
einstaka sinnum uppköst og obstipation.
8. aukalæknishérað. Icterus catarrhalis 1 tilfelli.
19. Stífkrampi (tetanus).
1. læknishérað. Sjúklingur meiddi sig að kvöldi dags, en vitjaði ekki læknis
fyrr en daginn eftir, og var þá mikið af götuskarni í sárinu. Hann dó úr tetanus
eftir viku.
20. læknishérað. 1 tilfelli af tetanus.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Aðeins tveir héraðslæknar minnast á kynsjúkdóma.
1. læknishérað. Af þessum sjúkdómi komu fyrir mig í aprílmánuði 3 tilfelli,
1 kvenmaður og 2 karlmenn, sem fengið höfðu veikina af henni. Auk þess veit ég af
3 karhnönnum, sem leituðu annars læknis og allir höfðu smitazt af þessari sömu
stúlku. Hún hafði, að því er ég frekast veit, fengið veikina af dönskum trúðara, sem
var hér í hittiðfyrra.
15. læknishérað. Gonorrhoea 1, syphilis 1.
5