Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 70
1895
68
er það víst, að það er enginn nýr sjúkdómur í landinu, því strax frá fyrsta ári minu
hér 1869 man ég eftir, að hún hafi komið fyrir innfærð frá útlöndum og svo smitað
suma af sömu ætt eða heimili.
17. læknishérað. Scrophulosis 1.
18. læknishérað. Tbc. pulmonum 1 tilfelli, malum Potti lumbale 1, tumor albus
genus 2, scrophulosis 42.
1. aukalæknishérað. Af því að nú á þessu ári er orðið alltiðrætt um lungnatær-
ingu og útbreiðslu hennar hér á landi, bæði í ræðum og dagblöðum vorum, þá finn
ég skyldu mína til þess að skýra frá því, að ég hef, síðan ég kom hingað, ávallt haft
þessa veiki i huga, er ég hef rannsakað sjúklinga, sem þjáðst hafa af lungnasjúk-
dómum, þegar nokkur ástæða hefur verið til þess, en ég hef ekki fundið og mér er
ekki kunnugt um einn einasta einstakling innan þessa héraðs, sem hafi þennan sjúk-
dóm.
2. aukalæknishérað. í tilefni af grein frá yður, herra landlæknir, í Isafold í vor,
þar sem þér ræðið um tbc. pulmonum hér á landi, skal ég leyfa mér að skýra yður frá,
að í þessu læknisumdæmi hef ég aðeins orðið var við 1 sjúkling með phthisis í þau
7 ár, sem ég hef verið hér læknir, en aftur hef ég uppi í héraði rannsakað 6 sjúklinga,
sem ég held ég þori að fullyrða, að hafi haft tuberculosis, og eru nú 5 af þessum sjúld-
ingum dánir. Eftir minni reynslu álít ég mjög liklegt, að tuberculosis sé orðin viðlika
útbreidd á Austurlandi eins og i norður- og suðurfjórðungi landsins.
3. aukalæknishérað. Tbc. pulmonum 3 tilfelli, meningitis tbc. 2.
6. aukalæknishérað. Tuberculosis er víst til hér hingað og þangað. Tbc. pulmon-
um 1 tilfelli, intestini 1, carpi 1.
7. aukalæknishérað. Tbc. pulmonum 2.
8. aukalæknishérað. Tbc. pulmonum 3 (2 ulan héraðs), scrophulosis 8.
9. aukalæknishérað. Tbc. pulmonum 1.
3. Holdsveiki (lepra).
Læknar tilfæra milli 50 og 60 tilfelli af holdsveiki. Talning á holdsveikissjúkl-
ingum var hafin á árinu um allt land. Átti að ljúka henni árið eftir og leggja niður-
stöður fyrir Alþingi.
2. læknishérað. 4 sjúklinga hef ég hitt þetta ár, sem eru með byrjandi likþrá, 3
karla og 1 konu. 2 karlmennirnir og kvenmaðurinn sýna merki til lepra tuberculosa,
en karlmaðurinn til lepra anaesthetica.
3. læknishérað. 3 tilfelli.
4. læknishérað. Enginn holdsveikur hefur leitað ráða hjá mér. Ég hef séð í svip
2 eða 3 úr Eyrarsveit, sem voru holdsveikir. Grunur ininn er, að þeir séu þar fleiri.
5. læknishérað. Hvað snertir holdsveikina, þá mun talsvert vera af henni hér í
sýslu, en engir hafa beinlínis leitað ráða við henni. Ég hef séð 5 holdsveika, en frétt
af nokkrum fleiri. I sumum sveitum mun hún þó vera alveg óþekkt.
7. læknishérað. Lepra er hér líklega alls ekki nú sem stendur.
8. læknishérað. Holdsveikir eru hér fáir, og veit ég ekki nema af einum.