Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 71
69
1895
9. læknishérað. Lepra 5 tilfelli. Héraðslækni virðist hún ekki hafa farið í vöxt.
11. læknishérað. Hefur breiðzt út þetta ár. Bráðlega verður reistur spítali fyrir
holdsveika hér. Það lítur helzt út fyrir, að meðal það, sem dr. med. Ehlers hefur ráð-
lagt við sjúltdómi þessum, bæti sumum.
12. læknishérað. Holdsveiki þekki ég aðeins á 2 mönnum.
14. læknishérað. Eina gamla konu hef ég fundið með lepra anaesthetica, fæt-
ur og hendur dofnar og anaesthetiskar upp að hnjám og olnboga> fingurnir kreppt-
ir með sárum.
16. læknishérað. Holdsveiki hef ég enn sem komið er eigi orðið var við nema
á einum manni (lepra tuberosa).
18. læknishérað. Af lepra-sjúklingum hefur enginn bætzt við þetta ár, svo mér
sé kunnugt um.
1. aukalæknishérað. Viðvíkjandi holdsveikinni skal ég geta þess, að hér voru
árið 1894 2 sjúklingar, sem menn vissu til og mér var kunnugt um.
2. aukalæknishérað. Fyrir ca. einum mánuði siðan hef ég fundið 1 holdsveikis-
sjúkling hér á Seyðisfirði. Það er lepra tuberosa í byrjun.
3. aukalæknishérað. Lepra tuberosa 4 tilfelli.
4. aukalæknishérað. Holdsveiki er allmikil í héraðinu, einkum undir Eyjafjöll-
um. Alls veit ég af 10 sjúklingum í héraðinu. Virðist hún óðum vera að breiðast út,
því allir þessir, að undanskildum 3, hafa veikzt síðustu 5—6 árin.
6. aulcalæknishérað. Holdsveiki veit ég ekki til, að sé hér nokkurs staðar í þessu
umdæmi eða hafi verið til langs tíma.
7. aukalæknishérað. Nú sem stendur veit ég af 9 mönnum holdsveikum í um-
dæmi mínu.
8. aukalæknishérað. Lepra tuberosa 3, anaesthetica 3, mixta 1.
4. Sullaveiki (echinoeoccosis).
Tilfærð eru nær 130 tilfelli af sullaveiki á árinu, en auk þess geta sumir læknar
um sullaveikisjúklinga án þess að nefna tölur. Eftir því sem næst verður komizt,
greinast sullirnir þannig: Echinococcus hepatis 53, pulmonum 11, abdominis 4, regi-
°nis lateralis colli sin. 1, vesicae urinariae 2, loci non indicati 59. Um sullaveiki
segir landlæknir: Vitaskuld tala allir læknar um þennan sjúkdóm, með því að hann
er um allt land. Þeir eru að kalla á einu máli um, að alls staðar gæti meiri varkárni
í umgengni við hunda og að reynt sé að koma í veg fyrir, að þeir nái í sollin innyfli.
Nolckrir telja, að sjá megi merki þess, að sjúkdómurinn sé í rénun. Ég hef hvað eftir
onnað, bæði í blaðagreinum og ritlingum, sem dreift hefur verið ókeypis meðal lands-
manna, reynt að leiða athyglina að varúðarráðstöfunum, og smám saman hefur það
áunnizt, að hundum hefur fækkað talsvert. (Það má þakka hundaskattinum). í öllum
sýslum landsins hafa sýslunefndir sett reglugerð um hreinsun hunda, aðallega með
areca, samkvæmt ráðleggingum dr. med. H. Krabbe.
1. læknishérað. Echinococcus hepatis 4. í 3 skipti voru sullirnir minni en svo,
að vert væri að eiga við þá strax. Á einum sjúklingi gerði ég punktur 22. apríl og