Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 74
1895
72
aí'tur miklar kvalir fyrir ofan blöðrubein, eins og dolores partus fram í þvagrás. Þvagið
fór að renna sjálfkrafa, og um leið gengu niður blöðrur hvítleitar (sullir). Þetta
ítrekaði sig nokkrum sinnum, en svo hættu sullirnir að koma og þvagið að renna
af sjálfu sér. Úr því fékk hún einungis verk, þegar hún kastaði þvagi, sem smá-
blóðtægjur sáust í. Eftir 10 daga var hún orðin góð aftur, og hefur elckert borið á því
síðan. Hundahreinsun fór fram.
16. læknishérað. Sullaveiki er hér nokkuð almenn, en þó eigi eins og búast
mætti við, þar sem hreinlæti og varfærni með hunda er eigi sem skyldi, þótt það sé
á góðum batavegi. — Héraðslæknir getur þess, að nú sé farið að hreinsa liunda. Til-
greind eru 5 tilfelli af echinococcus hepatis og 1 af abdominis.
17. læknishérað. Hef taíið 4 sjúklinga, sem ég var sóttur til á árinu, sulla-
veika. Þess skal getið um 3 þeirra, að ég get aðeins talið það mjög liklegt eftir symp-
tomum, að það bafi verið sullaveiki, sem að þeim gekk. Þeir eru nú allir dánir.
1 4 sjúklingum sprakk sullur fyrir nokkrum árum, og gengu upp gegnum bronchi
gröftur og sullahús. Þetta endurtók sig í ágústmánuði í sumar ineð miklu taki og
mæði. Hundalækningar eiga í fyrsta sinn að fara fram hér í sýslu í nóvember 1896.
18. læknishérað. Þetta ár hef ég aðeins stungið á 2 sjúklingum með sullaveiki.
Var veikin i báðum tilfellum í hægra parti lifrarinnar, og var útgangurinn purulent
frá byrjun. Þeir eru nú báðir albata. Tekið er fram, að hundar séu hreinsaðir.
19. læknishérað. Hundahreinsun fór fram. 9 inanns eru taldir suilaveikir.
20. læknishérað. Echinococcus hepatis 2. Á tvítugri stúlku, sem hafði haft sull
í lifrinni i 10—12 ár og sem vaxið hafði ákaflega mikið og fljótt síðan í miðjum
desember 1894, stakk ég og tappaði af henni smám saman alls allt að 10 pottum af
grefti og smásullum ásamt aðalsullhúsinu. Hún komst á fætur, en „fistill“ varð eftir,
sem ekki er enn að fullu gróinn.
1. aukalæknishérað. Um sullaveikina treysti ég mér ekki til að gefa íullkomna
skýrslu. Síðan ég kom hingað 1890, hef ég athugað 6 sjúklinga, sem sullir hafa
gengið upp úr lungunum á, og lifa þeir allir, en 3 hafa dáið úr sullum í kviðarhol-
inu, en 2 hafa læknazt. En ég er viss um, að hún er í rénun, frá því sem hún var áður,
og hef ég von um, að hún fari enn minnkandi og byggi það á því, að einkum á síð-
ustu árum er almenningur farinn að sannfærast um, hverja þýðingu varúðarreglur
þær hafa, sem svo oft hafa verið itrelcaðar af herra dr. med. landlækni J. Jónassen, og
nú síðast liðin 3 ár hafa allir hundar verið hreinsaðir, og að öðru leyti munu hundar
ekki hér vera látnir vaða upp í ílát, sem matur eða drykkur er hafður í, þótt auð-
vitað margir aðrir vegir séu til fyrir bandorminn að komast ofan í menn, þar sem
slík hundamergð þarf að vera í þessu kvikfjárræktarlandi. Þeim fækkaði þó drjúg-
um hér, eftir að farið var að tolla þá. — Síðan skýrir læknir frá einu lilfelli á þessa
leið: 7 ára stúlka, sem alltaf hefur haft góða heilsu. 1 sumar bað faðir hennar mig
að skoða hana, með því hún væri „farin að gildna“, og fannst þá tumor abdominis, tæp-
lega barnshöfuðstór, í hypogastrium dx. Þennan tumor, sem ég áleit að vera „echino-
cocc-syste“, hafði ég ákveðið að operera eftir Volkmanns-aðferð eftir reglum docents
G|. Magnússonar innan fárra daga. En þá vildi það til, er telpan var að leika sér úti,
að hún datt um þúfur, og sprakk þá sullurinn. Var hún þá borin inn í rúm meðvit-