Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 87
85
1895
faeðingin gekk seint, og loks varð að brúka töngina, vegna þess að barninu var farið
að líða illa. Þó hresstist það brátt og hefur verið heilsugott síðan.
IV. Yfirsetukonur.
2. læknishérað. 1 Gíirði, Njarðvíkum og Vatnsleysuströnd eru hinar sömu yfir-
setukonur og í fyrra. Á Miðnes hefur á þessu ári verið prófuð yfirsetukona, svo að nú
vantar prófaðar yfirsetukonur aðeins í Hafnir og Grindavik.
4. læknishérað. Héraðslæknir nafngreinir allar yfirsetukonur í héraðinu, 5 talsins.
6. læknishérað. Héraðslæknir segir, að yfirsetukonur vanti í 5 yfirsetuhéruð
(hreppa) í sínu læknishéraði.
8. læknishérað. Yfirsetuumdæmin eru hér í sýslu 8, og vantar aðeins yfirsetu-
konu í eitt þeirra, en þess ber að gæta, að umdæmin eru stór og mjög erfið og þyrf tu að
vera að minnsta kosti 14, ef vel ætti að vera.
10. læknishérað. í umdæminu eru 5 lærðar yfirsetukonur.
11. læknishérað. Engum kvenmanni hef ég veitt tilsögn í yfirsetufræði og geri
ekki héðan af, sökum þess að landlækninum er falinn á hendur sá starfi, hvernig sem
það heppnast.
16. læknishérað. í öllum hreppum læknishéraðs þessa eru nú Iærðar yfirsetu-
konur.
17. læknishérað. í læknishéraðinu eru nú 8 yfirsetukonur, allar lærðar, og vantar
hvergi yfirsetukona sem stendur.
18. læknishérað. 1 mínu umdæmi eru 9 yfirsetukonur, og er það að visu nægilegt,
en þó verð ég að geta þess, að sumar þeirra eru orðnar of gamlar til þess starfs.
19. læknishérað. Lærðar yfirsetukonur 15.
2. aukalæknishérað. Héraðslæknir getur þess, að 3 af 4 yfirsetukvennaumdæm-
um héraðsins séu skipuð lærðum yfirsetukonum.
3. aukalæknishérað. Læknir skýrir frá því, að í umdæmi hans séu 3 lærðar yfir-
setukonur og 3 ólærðar.
4. aukalæknishérað. Öll 4 yfirsetukvennaumdæmin skipuð lærðum yfirsetukon-
um.
5. aukalæknishérað. í umdæmi mínu eru að nafninu 5 yfirsetukonur.
6. aukalæknishérað. Yfirsetukonur eru hér 7, en yfirsetukvennaumdæmi 5.
8. aukalæknishérað. Hvað fyrirspurn herra landlæknisins um yfirsetukonur hér
í umdæminu snertir, þá eru þær 5, sem lærðar eru taldar, og munu umdæmin ekki vera
talin fleiri. Þó er það skoðun mín, að það væri mjög æskilegt, að einni og helzt tveimur
væri bætt við. En jafnframt því tel ég það skyldu mína að geta þess, að ég veit til þess,
að það kemur fyrir og hef sterkan grun um, að það sé altítt, að yfirsetukonur hér um
sveitir exploreri sængurkonur án þess að hafa nokkra desinfection um hönd áður.
Væri unnt að ráða bót á því meini, væri lífi þorra sængurkvenna stofnað í [minni]
hættu en nú er gert.