Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Síða 13
13*
1912
S a u ‘Ö á r k r. Áfengisnautn nokkur en fer minkandi.
S v a r f d. Áfengissöluleyfi hefir enginn. Áfengisnautn fer síst mink-
andi.
V o p n a f. Áfengissala engin, áfengisnautn mjög lítil.
V e s t m. e y j a. Áfengissala (leynisala) hefir verið mikil, öllu meiri
en undanfarin ár.
E v r a r b. Áfengisnautn er ekki mjög mikil.
1912
Áriö 1912 var heilbrigöi yfirleitt góö í hjeruðum og ágæt í sumum. 1
Reykhóla, Flateyrar, Akureyrar og Reykdælahjeraöi er áriö talið kvilla-
samt. Töluvert kvað þó að barnaveiki, einkum í Rvík, og eftirstöðvun:
af blóösóttinni, sem gekk áriö áður. Þá gekk og allmikill influensufaraldur
yfir alt land og var hann helsta farsóttin. Dánartalan var 13,6 fyrir alt
iandiö.
I. Farsóttir.
1. Taugaveiki.
B í 1 d u d a 1 s. Kom í nokkur hús í kaupt. Var fremur væg. Sjúkl. sótt-
kvíaðir. Sótthr. Undanfarin ár hefir veikin stungið sjer einhversstaðar
niður í hjeraðinu, en aldrei breiðst neitt út fyr en nú. Aldrei hefir tekist
að finna upptökin.
Flateyrar. Fluttist bæði í kaupt. og á 2 aðra staði í hjer.
Sauðárkr. T. hefir haldist í hjer. alt árið og hefir borist með gam-
alli konu (sýklabera). Henni hafa veriö settar strangar varúðarreglur og
]:ess gætt að hún fari eftir þeim.
H o f s ó s. Taugav. í ársbyrjun varð stöðvuð. Aöallega um eitt heim-
ili að ræða (4 sjúkl.). Upptök líkl. að rekja til Húnavatnssýslu.
S v a r f d. Að eins 3 sjúkl. Allir sendir til Akureyrarspítala og sótthr.
á eftir. Veikin likl. borist frá Akureyri.
í Akureyrarhjeraði kvað talsvert að taugaveiki en ekki er þeim far-
aldri lýst í aðalskýrslu.
2. Skarlatssótt.
Skarlatssótt var mjög fátíð þetta ár og virðist hafa verið væg. Er henn-
ar því lítið sem ekkert getið í skýrslum.
E y r a r b. Varð vart við hana á einu heimili í Flóa (maí) og öðru (okt.)
á Stokkseyri. Varað var við samgöngum og varð ekki veikinnar vart síð-
an. Veikin var svo væg að ætla mátti að hún væri rauðir hundar, en
hreistrun 0. fl. sýndi að svo var þó ekki.
* AÖalskýrslur (Á) vanta úr þessum hjeruðum: Rvk, Borgarnesi, Þingeyrar, ísafj..
Siglufj., Axarfj. (læknislaust siðari hluta árs), Þistilfj., Hróarst., Fljótsdals,
Norðfj. og Hornafjarðar.