Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Qupperneq 38
1913
38*
Svarfdæla. Kent var þetta ár í hinu nýja skólahúsi á Grund í
Svarfaöardal.
V o p n a f. Ekki oröiö vart verulegs lasleika á skólabörnum, nema
nokkurrar hryggskekkju á tveimur. í sveitinni eru farskólar, húsakynni
og allur útbúnaöur í ljelegu lagi, en viröist þó ekki oft koma aö sök.
H r ó a r s t. Barnaskólar engir nema í Bakkageröi i Borgarfiröi. Um-
gengni þar allgóö.
F 1 j ó t s d. Engir barnaskólar eru í hjeraöinu.
Fáskrúösf. Barnaskóli að eins einn, í Búðakaupt. í hinum hrepp-
unum umferðarkensla. Húsakynni þar misjöfn en þrifnaður yfirleitt i
góðu lagi.
R a n g á r v. Börn í farskólum eru skjálfandi af kulda, með kulda-
bólgu í höndum og fótum, sitja í köldu, óhollu lofti, stundum vot og
hrakin. Kennari einn sagöi, að kuldans vegna væri það hin versta at-
vinna að kenna.
E y r a r b. Nýbygður barnaskóli á Eyrarb. 3 kenslust. og baðherbergi.
Nýlegur á Stokkseyri. í Gaulverjabæ er snoturt skólahús en lítið, annað
að Kotströnd í Ölfusi, steinsteypuhús.
G r í m s n e s. Barnaskólahús eru i 2 sveitum, í hinum farkensla. Kenn-
arinn er 3—4 v. á stað. Þeir bæir eru valdir, þar sem þjettbýli er mest og
börnunum kúldað niður á næstu bæjum, svo þau geti gengið til kennar-
ans. Kenslan fer fram í stofukompum, lágum og loftlausum. Steinolíu-
ofn er venjulega notaður til þess að draga úr mesta kuldanum. Sje mörg-
um börnum hrúgað saman í slíkum húsakynnum, er þar vont loft og
óvistlegt.
6. Áfengi og áfengisnautn.
H a f n a r f. Engin áfengissala eða áfengisnautn.
S k i p a s k. Áfengissala er hjer engin og mikil reglusemi.
Borgarf.. Áfengisnautn lítil.
Ó 1 a f s v. Áfengisnautn er mjög lítil.
B;íídud. Engin áfengissala. Áfengisnautn þó meiri en var fyrir
nokkrum árum.
f s a f. Áfengisnautn fer þverrandi.
Sauðárkr. Áfengisnautn sama sem horfin.
H o f s ó s. Ekki er áfengið til saka nú orðið.
Svarfd. Engin áfengissala. Áfengisnautn lik og undanfarið.
V o p n a f. Áfengi næstum horfið og drukkinn maður hefir ekki sjest
lengi.
H’ r ó a r s t. Áfengissala örlítil eða engin.
F 1 j ó t s d. Áfengisnautn lítil sem engin.
F á s k r. Áfengisnautn varla teljandi.
E y r a r b. Áfengisnautn nokkur. Áfengið flutt úr Rvík.
7. Sjúkrasamlög.
H a f n a r f. Stofnað var sjúkrasamlag fyrir Hafnarfj. og Garðahr.
Fjelagar 150.