Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Qupperneq 68
1916
08*
S v a r f d. 3 sjúkl. sinn á hvorum staö og ekkert sýnilegt samband milli
þeirra. Sennilega flutt úr Möðruvallaplássi.
Akureyrar. Kom á 2 heimili í Hörgárdal. Breiddist ekki frekar
út. Engin á Akureyri síöan nýja vatnsveitan kom.
G r i m s n e s. Taugav. kom upp á Brú í Biskupstungum og ekkert víst
um upptökin. Heimilið var sóttkvíað, en Ijarn var tekið þaðan vegna
bágra ástæðna. Það sýktist en smitaði þó ekki heimilisfólkið. Þrátt fyrir
varnir breiddist veikin út á nokkra bæi. Að lokum voru settir verðir, og
tókst þá að hefta útbreiðsluna. Tveir bæir í Hrunamannahr. smituðust.
Annað heimilið hafði sóttkvíað sig í 3—4 mán. vegna mislinga, svo veikin
gat tæpast Horist þangað á þeirn tíma.
2. Skarlatssótt.
R v í k. 51 sjúkl., flest börn 1—15 ára. Allþung á mörgum. Flestir
!águ í heimahúsum, einangraðir eftir föngum. Flestir sjúkl. munu hafa
leitað læknis.
Ó 1 a f s v. Kom á nokkur heimili. Varð eigi stöðvuð, vegna þess að
lækni var ekki alstaðar gert aðvart. Veikin var væg, og hjeldu sumir
hana mislinga eða rauða hunda, sem gengu um sama leyti. Þó kom fyrir, að
menn sýktust þungt og fengu nýrnabólgu á eftir. 2 dóu úr henni.
S t y k k i s h. Scarl. fengu miklu fleiri en skráðir eru. Sumir fengu
nephritis og eclampsia
Flateyrar. Kom á einn bæ. Barst úr Þingeyrarhjeraði, en þar
hafði hún leikið lausum hala. Hefir víst einnig gengið í Isafj.hjer.
Hesteyrar. Einn sjúkl. Breiddist ekki út.
Öxarf j. Veikin kom á 3 bæi í jan. Væg.
F 1 j ó t s d. Kom á heimili læknis undir áramót. Breiddist ekki út.
Hefir stungið sjer niður í Hróarstunguhjeraði og á Jökuldal. Veikin
mjög misþung. Á sama heimili eru sum börnin á fótum með veikina, en
önnur liggja i sárum. Af 10 sjúkl. fengu 2 nýrnabólgu.
S e y ð i s f. Skarlatss. fluttist í okt. frá Norðfirði. 21 vissi læknir um,
en fleiri sýktust. Veikin var oftast sjerl. væg. Óvenjumargir fengu nýrna-
liólgu síðari hluta ársins.
Norðfj. Um veturinn leituðu 3 sjúkl. læknis með nephr. hæmorr.
Segir einn þeirra, að kvilli þessi hafi gengið þar í sveitinni. Er líkl. um
væga skarlatssótt að ræða. (M. S.).
Eyrarb. Einn sjúkl., smitaðist í Rvík. Varúð. Breiddist ekki út.
3. Mislingar.
R v í k. Misl. bárust síðari hluta apr. með Flóru. Hafði einn farþegi
verið lasinn, að talið var af kvefi, — en engin útbrot haft. Sýktist svo
annar maður á skipinu á leiðinni til ísafj., og kom tilkynning þaðan
um veikina. Var þá rannsakað á hvaða heimili menn frá Flóru hefðu
komið hjer í bænum, heimilin voru einangruð eða menn fluttir á sótt-
varnarhúsið. Þó breiddist veikin út, og gekk t. d. einn maður með sjúkd.
í 5 daga, án jiess að vitja læknis. Var svo sóttvörnum hætt í maí.
Veikin var í fyrstu meðal-þung, en þyngri er fram í sótti, og fjekk
þá fjöldi sjúkl. alvarlega fylgikvilla, bronchitis cap. og broncho-pneum.
Af 1780 skráðum voru 1281 1—15 ára. Alls dóu 23 eða I2.g%c. Farsóttin