Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Qupperneq 84
1917
84*
garösstæSi, þar sem jarövegur var of grunnur, en ekki var þaS teki'ð
til greina.
B í 1 d u d. Heilbrigöisn. starfar lítiö.
H o f s ó s. Þaö kastar fyrst tólfunum, þegar minst er á heilbrigðisn.
Þó þær sjeu til aö nafninu, má fullyröa, aö þeim muni flestum smán aö
þeim titli. Afskifti af hreinlæti í húsum, og aöbúð almennings, eru alls
engin. Húsapröngurum helst uppi að leigja ljeleg og jafnvel pestnæm
húsakynni fyrir okurverð og alt er látið óátalið af heilbrigðisn. Heppi-
legast væri, að læknir benti á mennina í nefndina og veldi þá, sem helst
nafa áhuga á slíkum málum. Þá er það og nauðsyn, að einn eða fleiri
nefndarmenn búi á staðnum. -— Að minsta kosti mætti krefjast þess af
nefndunum, að þær kæmu á einum fundi á ári.
2. Meðferð ungbarna.
S k i p a s k. Flestar konur hafa börn á brjósti, sutnar 2—3 ár.
Öxa.’f. Flestar konur leggja börn á brjóst.
V o p n a f. Fer alt af batnandi. Allar konur, sem geta, hafa börn á
brjósti. Sjaldgæft að ungbörn deyji hjer.
G r í m s n e s. Flest börn fá pela. Mæður þykjast ekki geta haft þau
á brjósti vegna annríkis. Mörg fá munnsviða.
Sjá að öðru undanfarandi ár.
3. Húsakynni, þrifnaður 0. fl.
R v í k. Sívaxandi vandræði með húsnæði. Húsaleigunefnd var skip-
uð og hefir gert allmikið gagn.
S k i p a s k. Húsakynni batna óðum. Víða eru nú steyptar gryfjur
fyrir slor og skólp.
Borgarf. 2 steinhús bygð, bæði með tvöföldum veggjum. í frost-
ttnum miklu sprungu steinveggir víða. Köld eru steinhúsin, svo að heyrst
hefir um 150 frost í einu. Torfbæirnir reynst miklu betur.
B í 1 d u d. Vatnsveita og skólpveita er hjer í 2 húsum.
Þ i s t i 1 f. Húsak. tæpl. viðunandi. í rigningatíð leka baðstofur hverj-
um dropa, en í vetrarfrostunum rennur alt út í raka. Nærri alstaðar er hætt
við að hafa kýr undir baðstofugólfi. Birta er ónóg. Margir sofa saman
í rúmunum. Lús og kláði er víða. Salerni að eins á stöku bæ.
V o p n a f. Fyrsta steinhúsið bygt í hjer. Reyndist kalt í vetur. Ann-
ars stórtjón hlotist víða af frostunum. Vatnsveitur i bæjum sprungu.
Byggingar annars mjög misjafnar og ólíkar.
F 1 j ó t s d. Steinhúsin reyndust afskaplega illa í frostunum. Gamalt
fólk flutti sig á fjósloft.
Fáskrúðsf. Húsakynni sæmileg.
Rangárv. Salernum fjölgar.
III. Slys. Handlæknisaðgerðir.
Beinbrot. Getið er um þessi:
Fr. baseos cranii ............... 2
— maxillae super............... 1
— costae ....................... 13
— claviculae ................. 13
Fr. glen. scap.
— humeri . .
— antibrachii
— ulnae ....
1
6
9
1