Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Síða 89
89*
1918
hitt skarlatssóttarsjúkl. á fótum. Þeir fundu vart til lasleika og hiti (mæld-
ur rectum), var aS eins 37,4°. Þeir kvörtuSu um kverkaskít og slen, en
þóttust annars heilbrigöir. Þeir kunnu þó illa viö útsláttinn, sem stund-
um var mjög ógreinilegur og helst á útlimum. — Tvö missirisgömul böru
fengu veikina, yngri ekki. Elst var stúlka um fertugt. Ljettust var veikin
á aldrinum 6—20 ára. — Nýrnabólgu fjekk einn sjúkl., otit. med. 2. Eng-
inn dó. Á 3 árum hefir læknir skoðaö 100 sjúkl. og dó enginn þeirra.
FáskrúSsf. Skarlatssótt fengu miklu fleiri en skráSir eru. Veikin
svo væg, aS fáir hafa vitjað læknis. Stakk sjer niður um alt hjeraðið og
alt árið. Á mörgum barnaheimilum sýktist að eins eitt barn af fleirum,
þó engrar varúðar væri gætt. Einstaka fullorðinn sýktist. Veikin mun
hafa flust úr Reyðarf. 1917-
B e r u f. Fluttist með ferðamanni úr Hróarst. Barst á 5 heimili (15
sjúkl.). Samgönguvarúö, en engin sótthreinsun.
S í ð u. Fluttist úr Mýrdal á 2 heimili í Meðallandi. Á öðru lögðust
börnin (4), á hinu ein kona fullorðin. Læknis ekki vitjað. Skarlatssótt
var þá á 1-—2 heimilum í Mýrdal. Veikin byrjaði með miklum hita, höfuð-
verk og hálsbólgu. Útþot kom og skinnflagningur mikill. Sjúkl. náðu
sjer fljótt.
R a n g á r. 3 sjúkl. skrásettir, en margfalt fleiri sýktust. Leituðu ekki
iæknis.
4. Kverkabólga.
R v í k. Enginn faraldur að henni.
S k i p a s k. Gerði nokkuð vart við sig í janúar, og var grunur um, að
eitthvað af sjúkl. hefðu haft diptheritis. Einn sjúkl. fjekk þannig paralys.
postdipther. og dó síðar af hjartabilun.
5. Barnaveiki.
R v í k. Barnav. fengu 15 sjúkl. og dó enginn.
S k i p a s k. Sjá Kverkabólga.
Borgarf. Mjög svæsin barnav. kom á eitt barn (mors). Á annan
bæ hafði sjúkd. borist norðan af Hvammstanga. Þungt croup.
S v a r f d. Barnav. hefir ekki orðið vart síðan 1915. Nú einn sjúkl.
6. Kvefsótt.
R v i k. Kvefsótt var með lang minsta móti. Þó var hún allþung í apr.—
júní og fylgdi henni þá lungnab. Verulegur faraldur var ekki að henm
þetta ár.
B o r g a r f. Kvef gekk alment í maí-júní, ekki svæsið og án hitasóttar.
Sauðárkr. Síðustu mán. ársins gekk væg kvefsótt, að líkindum sama
kvefið og gekk í Reykjavík síðastl. sumar.
A k u r e y r. Kvefsóttar varð vart einkum yfir vetrarmán. og i júní. í
ág.—sept. sáu Fr. J. og V. St. nokkra sjúkl. með infl.einkennum, og hjeldu
það vera hina vægu tegund Spánarveikinnar, sem vart hafði orðið í Rvik.
Sjúkl. lágu stutt og veikin var ekki næm.
H ö f ð a h v. Kvefsótt, einkum síðari hluta ársins. Venju frernur ill-
kynjuð (skemdir á heyjum?).
R e y k d. Þrálátt kvef gekk um mitt og síðari hluta sumars. Engin
eftirköst.