Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Page 92

Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Page 92
1918 92* 4 heimili í Keflav. sluppu alveg, þó þau heföu stööugar samgöngur viS sjúka og fólkið stundaöi þá. b) Yfirferð veikinnar. R v í k. Infl. barst um miðjan júní frá Englandi meö e.s. Jóni forseta. Voru flestir skipverjar veikir. Engar sóttvarnar- ráöstafanir voi'u gerðar, og lögðust ioo—200 manns. Veikin fór í þett.i sinn svo hægt yfir, og breiddist svo lítiö út, að efa mátti að um inflúensu væri að ræöa. Þ. 19. okt. kom Willemoes frá Bandaríkjunum og hafði meiri hluti skipverja sýkst á leiðinni. Þrír voru veikir er skipiö kom og 2 með hita. Þ. 20. okt. kom Botnia frá Höfn, og var þar einn maöur sjúkur, en þó svo ljett, aö hann lagöist ekki. Örstuttu siðar veiktist ein stúlka, systir eins af lærisveinum á vjelstjóraskólanum. Voru þeir með þeim fyrstu, sem veiktust, þar á meðal skólastjórinn og læknir hans (Matth. Einarsson). Veikin tók síðan að breiðast út, fór sjer hægt í byrjun, en í byrjuti nóv. fór fjöldi manna að leggjast, og má heita, að 1.—7. nóv. hafi allur þorri bæjarbúa lagst í einni svipan, þar á meðal annars hjeraðsl. Þ. 6. nóv. var talið að um 5000 manna lægju, en þó að eins fáir með lungnab. Flestir af læknum bæjarins sýktust. Vegna veikinda lækna og annríkis fór öll skýrslugerð út um þúfur, en alls eru skráðir 3142 sjúkl. Af þeim höfðu 559 lungnab. Óhætt er að gera ráð fyrir að 10.000 hafi sýkst, þó ekki færu þeir allir í rúmið. H a f n a r f. Barst frá Englandi með botnv. Víði. Skipverjar gengu á iand án þess læknis væri leitað, og hjeldu að um kvef væri að ræða. Veik- in barst óðfluga út um bæinn. 5 k i p a s k. Gekk tvisvar yfir. — Fyrri farsóttin kom í byrj- un ágústm., líkl. flutt úr Rvík. Það sem sjerstakl. einkendi hana var hve afar dræmt hún gekk yfir og hve væg hún var, þótt einkennin væru lík og í síðari farsóttinni. Sóttin gekk til loka sept. og varð engum að bana. Læknir sá 32 sjúkl., en miklu fleiri sýktust. Síðari farsóttin (Spánarveikin) barst inn í hjeraðið 31. okt. með mótorbát frá Rvík. Veikin fór mjög hratt yfir, og var komin í al- gleyming þ. 12. nóv. Að eins 6 heimili heilbr. á Akranesi, alt Inn-nesið sýkt og veikin víða komin upp um sveitir. Veikin stóð fram í miðjan des. — Upp um sveitir gekk veikin dræmt yfir, og likt því sem gerðist í fyrra faraldrinum. B o r g a r f. Inflúensa barst inn í hjeraðið 3. nóv., en vegna samgöngu- varna komst hún lítið upp um sveitirnar. Hún kom á báða skólana, á Hvanneyri og Hvitárbakka, og á flesta bæi í Andakílshreppi og nokkra bæi í neðri hluta Skorradals, 2 bæi í Reykholtsdal og á 5 bæi í Stafholts- tungum. Aðrir hlutar hjeraðsins sluppu. Ó 1 a f s v. Kvefsótt, sem hjer gekk alla mán. ársins, en einkum ág.— des., hagaði sjer öðruvísi en infl., og að telja hjeraðið sýkt af henni eru getgátur einar. Stykkish. I sept. fór að bera á infl. D,a 1 a. Engin infl. á árinu. R e y k h ó 1 a. Veikinnar varð ekki vart. Patreksf. Lasleiki (infl.?) stakk sjer niður í nóv. og des., en lækn- is var ekki leitað. Flateyr. Fluttist í byrjun nóv. til Flateyrar með mönnum sunnan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.