Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Side 126
1920
126*
F 1 j ó t s d. Kvefsótt víða í nóv. Margir lasnir nokkra daga meS hita,
aÖrir á fótum lítið veikir. — í mars—apr. gekk og væg kvefsótt. Sumir
sjúkl. lágu þó í I—3 daga.
Rangár. Vont kvef gekk í maí—ágúst, sem líktist mjög inflúensu.
Miklu fleiri sýktust en skráöir eru.
E y r a r b. Kvefsótt mjög víöa í jan. og lögðust sumir nokkra daga.
Var hvorki þung nje hættuleg. í desember gekk aftur kvefsótt, mest á
börnum.
K e f 1 a v. Kvefsótt gekk frá áramótum til júlíloka. Frá nóv.—des.
gekk kvef aftur um alt hjeraöiS.
g. Inflúensa.
a) Næmleiki og undirbúningstími. R v í k. Veikin tók marga, sem
fengu hana 1918. Flestir veiktust á aldrinum 15—65 ára.
S k i p a s k. Fyrstu sjúkl. sýktust nákvæmlega 18 klst. eftir aö þeir
höfðu haft náin mök viö sjómenn frá Sandgerði. Voru þetta 3 unglingar,
sem staddir voru á bryggjunni úti við, þar sem báturinn lenti. Annars
var undirbúningstíminn 18 klst. til 3 dagar. Veikin var yfirleitt væg á
öllum, sem fengu pestina miklu 1918.
B í 1 d u d. Fór hægt yfir og tók ekki nema sem svarar helming fólks,
í s a f. Infl. tíndi þá upp með tölu, sem höföu, þegar spánska veikin
gekk, verið í öðrum hjeruðum, sem sluppu við hana. Lögðust menn af
sumum skipum í eina kös, en ekki uröu þeir veikari en þeir, sem fengið
höfðu spönsku veikina. — í Súðavík (sem slapp við spönsku veikina) fór
veikin hægt yfir og sluppu þar tiltölulega eins margir við hana og á
ísafirði. —• Mjög fátt veiktist af börnum og þá litillega, sömuleiðis fát.t
af gamalmennum.
H ó 1 s. Atypisk infl. Víða sýkjast 1—2 á bæ. (M. S.).
Hesteyrarhjer. virðist hafa sloppið við veikina. Hjeraðslæknir
getur hennar ekki.
S v a r f d. „Hitasóttarfaraldur“ (infl. ?) tók að stinga sjer niður all-
víða (seint í júlí). Veiktust margir á stöku heimilum, — á einu 10 af 16
heimilismönnum, — en víðast ekki nfema einn til tveir á heimili, og á
mörg heimili — ef til vill meiri hluta heimila — kom þessi faraldur ekki.
Kvefsótt gekk um haustið. Næmleikinn miklu minni en vanalegt er um
infl. Tók mest fullorðna, fátíð á börnum og rosknu fólki. Októberkvefsótt
íengu þeir engu siður en aðrir, sem veikst höfðu af hitasóttarfaraldrinum
mánuðina á undan.
Akureyr. í sumum húsum veiktust flestir, en á mörgum heimilum
enginn eða örfáir. Framan af voru það yfirleitt unglingar og menn innan
40 ára, sem sýktust, en seinna veiktist einnig eldra fólk. Sumir fullyrtu, að
veikin hefði tekið sig 2—3 sinnum.
H ö f ð a h v. Allur fjöldinn af fólkinu veitkist.
Reykdæla. 1 Mývatnssveit sögðu sumir, að veikin heföi byrjað 2—3
dögum eftir komu manna á heimilin, en aðrir vildu fullyrða, að liðið hefði
alt að viku tíma. Á þeim bæjum, sem fyrst sýktust, veiktist flest heimilis-
fólk bráðlega, en útbreiðsla á aðra bæi fór hægt þótt samgöngur væru og
engin varúð, og eftir því sem hún breiddist út, virtust ekki fleiri veikjasí