Gisp! - 12.03.2005, Page 20
Frá sýningunni
Gisp! var eins og hljómsveit sem hættir að túra og gefa út plötur
en er ekki lögð niður heldur leggst í dvala meðan meðlimir einbeita
sér að sólóferli um stund. í okkar tilfelli var þetta almennur sólóferill
í lífi og starfi en ekki sérstaklega í myndasögum. Það var komin
þreyta í mannskapinn.
íslenskar myndasögur voru ekki beinlínis komnar til að vera en þó
brá þeim stöku sinnum fyrir á síðum dagblaðanna og myndskreytar
sóttu í sig veðrið. Tæpum tveimur árum seinna gafst tækifæri til
að ydda kómiksblýantana.
í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins vorum við beðnir um að gera
myndasögur í sérstakan áttblöðung með Eintaki sem þá var og
hét. Blaðið hafði leitað meira til teiknara en algengt var og fyrir
utan myndskreytingar við greinar höfðu meðal annars birst þar
sögurnar um Silfurskottumanninn eftir Steingrím Eyfjörð .
sölurekkum sjoppanna, svo mikið var víst, og okkar tími virtist ekki runninn
upp í bókabúðunum heldur.
Sýningin var samstarf Gispl, Kjarvalsstaða, Menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar, frönsku menningarstofnunarinnar AFAA ogfranska
sendiráðsins. Jákvætt viðhorf Gunnars Kvarans, þáverandi safnstjóra
Kjarvalsstaða, til myndasagna má rekja til franskrar skólunar hans og kynnanna
af Erró.
Ekkert af því sem birst hefur undir merkjum Gisp!-hópsins hefur
verið gefið út í jafn stóru upplagi og þessi áttblöðungur. Samt er
hann það Gisp!-blað sem fæstir vita af í dag. Hver heldur upp á
gulnaðan dagblaðapappír? Til að gera lesendum Gisp! kleift að
lesa týnda blaðið er það endurprentað hér í þessari bók.
Bókin var sú blanda myndasagna, frásagnarmyndlistar og greina sem Gisp!
hafði lengi stefnt að. Fjölbreyttar sögur íslenskra og erlendra höfunda, löng
grein eftir Þorra um myndasöguheiminn, önnur eftir Óla um upphaf íslenskrar
myndasagnagerðar, hönnun bókarinnar í höndum Birgis Andréssonar - Gisp!
hafði aldrei verið betra og kannski var best að hætta á sýningar- og
útgáfutindinum. Á íslandi var auðveldara að komast að með myndasögur á
söfn en hjá útgefendum. Eitthvað var það öfugsnúið.
Þess má svo geta að bókin var lengi til í ríkulegu upplagi á sölustöðum
Listasafns Reykjavíkur en eftir að geymslur safnsins í Skeifunni brunnu er
Gisp! 5 eitt torfengnasta tölublað allrar útgáfuraðarinnar.
GISP ‘90 - ‘99
Forsíðu tilvísun á Gisp! 6,
fimmtudagur 16. júní 1994, 8 síður í fullum lit-
Gefið út sem kálfur með vikublaðinu Eintaki.