Gisp! - 12.03.2005, Síða 49

Gisp! - 12.03.2005, Síða 49
Útgáfufyrirtækið Optimal Press var stofnað árið 1991 af þeim Ingemar Bengtsson og Mikael Tegebjer. Þeim fannst vanta útgáfuvettvang fyrir upprennandi sænska myndasöguhöfunda sem ekki vildu laga sig að útgáfustefnu stóru fyrirtækjanna. Safnritið Ulv i fárakláder (Úlfur ísauöagæru) var fyrsta bók útgáfunnar og stofnendur Optimal Press héldu jafnframt að hún yrði sú síðasta. Þeir höfðu rangt fyrir sér, bókin vakti gríðarlega athygli og seldist fljótlega upp. Ingemar og Mikael ákváðu því að leggja út á þyrnum stráða útgáfubrautina með það að markmiði að gefa út góðar sænskar myndasögur í bókarformi fyrir fullorðna lesendur. Daniel Ahlgren, Johan Wanloo og David Liljemark voru meðal fyrstu höfundanna og sögur þeirra hafa síðan birst í fjölmörgum bókum. Hjá Optimal Press er mest lagt upp úr þróun og vexti hins skapandi þáttar. Útgáfan hefur ávallt sent frá sér mörg byrjendaverk og verk höfunda sem önnur bókaforlög þora ekki að gefa út. Frá byrjun hafa allar greinar myndasögunnar átt jafna möguleika. Optimal Press var fyrsta útgáfan sem gaf út sænskar hryllingssögur, sæberpönk og sjálfsævisögur í myndasöguformi. Tegund mynda- sögunnar skiptir ekki máli, einungisgæði hennar. Umfram allt er lögð áhersla á að finna góða sögu- menn og að sögurnar séu sagðar með teikningum sem hæfi þeim. Mikilvægt skref var stigið árið 1993 þegar útgefendurnir ákváðu að hefja útgáfu þýddra myndasagna frá nágrannalöndunum. Fyrst var riðið á vaðið með finnskum höfundum, því næst fylgdu í kjölfarið höfundar frá Danmörku og Noregi og að síðustu íslandi. Alltaf skyldi gefa út bestu fáanlegu sögur. Fyrsta bókin var finnska safnritið RefleXerier sem út kom 1994. Kati Kovács og Pentti Otsamo lögðu bæði til sögur í ritið og hafa allar götur síðan verið meðal höfunda Optimal Press. Síðar voru svo þýddar sögur eftir Matti Hagelberg og Katju Tukiainen. Norski höfundurinn Jason, sem getið hefur sér gott orð á alþjóðavettvangi, slóst í hópinn 1996 og hafa alls komið út átta bækur eftir hann. Sögur eftir landa hans hafa birst í safnritum útgáfunnar og ber þar fyrstan að nefna Christopher Nielsen. Daninn Jan Solheim sást fyrst á síðum Optimal Press 1996 og 2003 fylgdi Henrik Rehr honum eftir. Úr íslensku hafa verið þýddar nokkrar sögur eftir Bjarna Hinriksson. Bækur sænskra höfunda eru að sjálfsögðu stærsti hluti útgáfunnar og Optimal Press hefur náð athygli fjölmiðla með hvunndagssögum og sjálfsævisögu- legum verkum höfunda eins og Daniels Ahlgrens, Ásu Grennvall, Anneli Furmark, Gunnars Krantz and Coco Moodysson. f þennan flokk falla einnig raunsæislegar sögur Lis Österbergs og Patriks Rochlings þótt þær séu hreinn skáldskapur. Optimal Press hefur einnig gefið út gamansögur ýmiskonar og má þar nefna höfundana David Liljemark, Johan Wanloo, Maju Lindén og Joakim Lindengren. Safnritið Allt för konsten (Allt fyrir listina) hóf göngu sína 1998 og í fyrstu bókinni voru hvunndags- og sjálfsævisögur sænskra höfunda. Eftir það voru dyrnar opnaðar fyrir höfunda frá öðrum Norðurlöndum og nú kemur bókin út árlega. Raunsæislegar sögur eru sem fyrr í meirihluta en þó er alltaf töluvert um súrrealískari og inn á milli tilraunakenndari myndasögur, einkum meðal þýdda efnisins. Haustið 2005 kemur sjötta ritið út og samkvæmt venju stíga þar nýir höfundar sín fyrstu skref innan um þekktari höfunda. Mikael Tegebjer sagði skilið við Optimal Press 1997 og síðan hefur Ingemar Bengtsson stýrt útgáfunni aleinn. Honum til aðstoðar eru ýmsir lausamenn og fer þar fremstur grafíski hönnuðurinn Nicolas Krizan sem hannað hefur bækur Optimal Press frá upphafi. Þær telja næstum 90. Björn Schagerström hefur séð um vefsíðu útgáfunnar síðan 2000. í dag gefur Optimal Press út bækur 23 höfunda og fjölmargir aðrir leggja til sögur í Allt för konsten. Optimal Press og höfundar hennar hafa fengið margar viðurkenningar og má þar nefna „Urhunden“-verðlaun sænsku myndasögusamtak- anna fyrir bestu myndasögubókina sem útgáfunni hefur hlotnast átta sinnum. INGEMAR BENGTSSON (Textar um höfunda Optimal Press sem fylgja hér á eftir eru einnig skrifað af Ingemar Bengtsson) Veffang Optimal Press: www.optimalpress.com OPTIMAL PRESS 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.