Gisp! - 12.03.2005, Page 58
BUT SHE WAS SUCH A TEENYBOPPER ALL THE TtMEt
HER DARTINS EYES, FINDtNS CRUSHES EVERY NIGHT
NO.IMEAN,
NOT YOU. YOU'RE''
THE EXCEPTION
TO THE RULE.
ALL THE OTHER
MENAREPIGS. .
DAVID LILJEMARK
(1973) Svíþjóð
Hjá Optimal Press hafa komið út sex myndasögubækur eftir David Liljemark.
Fyrst kom Inte ett ratt (Ekki rassgat) árið 1996 og til að byrja með vann
Liljemark með sjálfsævisöguformið, háðsádeiluna og hráa kímnigáfu en síðan
tóku við sögur af fíngerðum flækjum mannlegra samskipta. Bókinni Susanna
& Bo hefur verið lýst sem besta sænska sambandsdramanu í myndasöguformi.
í sögunni Matbordet (Kvöldverðarborðið) kynnumst við fjölskyldu einni með því
að fylgjast með samræðum þeirra við borðið þar sem þau hittast til að snæða
saman.
í hugum flestra Svía er Liljemark þekktastur fyrir háðsádeilusögur sínar og
skopmyndir um gamlingjann Ritman Katz og bróðurson hans, Mannen med
Páskö-ansiktet (Maðurinn með Páskaeyjuandlitið) í Dagens Nyheter. Safnbókin
Ritman Katz underbara várld (Hinn stórkostlegi heimur Ritman Katz) innihélt
einnig geggjaðar sögur Liljemarks úrsænskri útgáfu Mad-blaðsins.
Sögur eftir Liljemark birtast einnig reglulega I tímaritinu Gaiago. Þar segir hann
sögur af ættingja sínum, hinum sérkennilega predikara F. A. Boltzius, sem fór
um Vármland seint á nítjándu öld.
Á DVD-útgáfu myndarinnar Ett hál i mitt hjárta (Hola I hjarta mínu) eftir Lukas
Moodysson er að finna tilraunakennda stuttmynd Liljemarks, Ett litet barn
(Lítið barn). Hljóðrásin er gerð af hljómsveitinni Slöpheadsem Liljemark spilaði
með áður. Hann hefur einnig teiknað sögur um sænsku rokkhljómsveitina The
Soundtrack of Our Lives og gert fyrir hana plötuumslög.
Liljemark er í hljómsveitinni The Wonder Boys sem nýlega gaf út plötu. Á henni
er meðal annars að finna pönk/diskó-lag um upphaf kartöfluræktar í Svíþjóð,
bossanova-lag um ástir steíngervinga og teknó-lag á saxófóngrunni um það
hvernig senda eigi afhöggna líkamshluta til ástvina hinum megin á hnettinum.
David Liljemark fæddist í Karlstad og býr nú í Stokkhólmi.
Bækur á sænsku
Inte ett rátt (Optimal Press 1996)
Allt för konsten 1 (Optimal Press 1998, safnrit)
Maxine (Optimal Press 1998)
Susanna & Bo (Optimal Press 1999)
David Liljemark (Optimal Press 2000)
Fanzineindex 2001 (Optimal Press 2001, safnrit)
Susanna & Bo (kilja, Optimal Press 2002)
Ritman Katz underbara várld (Optimal Press 2003)
Allt för konsten 4 (Optimal Press 2003, safnrit)
Knisen & Knákan har tártkalas (með Christian Kastén, Bonnier Carlsen 2003)
56
OPTIMAL PRESS