Gisp! - 12.03.2005, Page 62
PENTTI OTSAMO
(1967) Finnland
Pentti Otsamo fæddist í Oulu, Finnlandi. Flann ereinn þeirra
finnsku myndasöguhöfunda sem þýddir hafa verið á flest tungumál.
Ber þar hæst útgefandann Drawn & Quarterly í Kanada sem birt
hefur sögur eftir Otsamo í nokkrum safnritum. Bókin The Fall of
Homunculus var samin og teiknuð sérstaklega fyrir D & Q og síðar
gefin út á sænsku og finnsku. Það tók Otsamo tvö ár að Ijúka við
bókina, ekki síst vegna þess að hann þurfti að gegna herþjónustu.
Bókin varð hins vegar ekki verri fyrir vikið og fékk góðar móttökur.
f Finnlandi hafa komið út sex bækur eftir Otsamo sem auk
myndasagnagerðar starfar sem grafískur hönnuður.
Myndasöguáhugamenn kannast helst við lágstemmdar frásagnir
Otsamos af mannlegum samskiptum. Vinsælasta myndasagan hans
hingað til er hins vegar fótboltasagan FC Palloseura (Knattspyrnu-
félagið FC) sem teiknuð er eftir handriti Pauli Kallio og safnað
hefur verið saman í tvær bækur.
Nýjasta verk Otsamos heitir Life during wartime og er um eftirmiðdag
í lífi níu ára drengs á nýju heimili í úthverfi. Sagan var fyrst gefin
út í Svíþjóð árið 2002 og nýlega birtist ensk útgáfa hennar í safn-
ritinu Drawn & Quarterly Showcase vol. 2. í sögunni notar Otsamo
einn aukalit. Árið 2002 teiknaði hann einnig myndasögu sem birtist
vikulega í tímaritið Suomi kuvalehti sem síðan var safnað saman
í bókinni Valiaikatietoja. Þetta eru stuttar, sjálfstæðar sögur um Iff
fjölskyldu þar sem Otsamo fjallar einnig um atburði líðandi stundar.
Bækur á sænsku
RefteXerier (Optimal Press 1994, safnrit)
Den lilla mánniskan (Optimal Press 1999)
Allt för konsten 3 (Optimal Press 2002, safnrit)
Bækur á finnsku
Pölykapseli (Suuri Kurpitsa 1995)
FC Palloseura 1: Nurmikenttien kutsu (með Pauli Kallio, Otava
1998)
Pieni olento (Otava 1999)
FC Palloseura 2: Kenelle pillit soivat (með Pauli Kallio, Jalava
1999)
Haukotuksia (Suuri Kurpitsa 1999)
Valiaikatietoja (Otava 2003)
Bækur á ensku
The Fall of Homunculus (Drawn & Quarterly 1998)
Safnrit á ensku
Drawn & Quarterly vol. 2, no. 3 (Drawn & Quarterly 1995)
Drawn & Quarterly vol. 2, no. 5 (Drawn & Quarterly 1996)
Gare du Nord (Tago/Nordicomics 1997)
Drawn & Quarterly vol. 3 (Drawn & Quarterly 2000)
Drawn & Quarterly Showcase vol. 2 (Drawn & Quarterly 2004)
60
OPTIMAL PRESS