Gisp! - 12.03.2005, Page 66
JAN SOLHEIM
(1971) Danmörk
Jan Solheim fæddist í Kaupmannahöfn og vakti snemma athygli vegna teiknihæfileika
sinna. Snemma á tíunda áratugnum var hann farinn að aðstoða Márdon Smet og
Teddy Kristiansen við auglýsinga- og myndskreytingaverkefni af ýmsu tagi jafnframt
því að teikna myndasögur fyrir ótalmörg smærri myndasögublöð. Meðal annars
teiknaði hann sögu eftir handriti Smets fyrir hryllingssögusafnritið Slim 7.
Frá 1993 hefur Solheim unnið fyrir sér með myndskreytingum fyrir kennslubókaútgáfu,
tímarit og auglýsingar, ennfremur útlitshönnun og myndhandritum. Þrátt fyrir að
lítill tími sé aflögu að þessari vinnu lokinni hefur Solheim tekist að senda reglulega
frá sér myndasögur. 1994 rissaði hann upp fjögurra síðna draumasenu fyrir Teddy
Kristiansen í ameríska myndasögublaðið Grendel: Four devils, one hell 3. Fjórum
árum seinna teiknaði hann söguna Drive-by eftir handriti Stevens Seagles í tveimur
tölublöðum blaðsins Oni double-feature. Sama ár birtist eftir hann saga í safnritinu
Wind frá belgíska útgefandanum Bries.
Solheim hlaut Grand Prix-verðlaunin á myndasöguhátíðinni I Kemi árið 2003 fyrir
söguna Invitered (Boðið). Ári seinna var sagan gefin út í Allt för konsten 5. Solheim
á einnig sögur í AFK 3 og 4.
Solheim vinnur nú að gerð sinnar fyrstu bókar sem vonandi sér fljótlega dagsins
Ijós hjá danska útgefandanum Fahrenheit.
Bækur á sænsku
Allt för konsten 3 (Optimal Press 2002, safnrit)
Allt för konsten 4 (Optimal Press 2003, safnrit)
Allt för konsten 5 (Optimal Press 2004, safnrit)
Bækur á ensku
Gare du Nord (með Henrik Rehr, Tago/Serienord 1997, safnrit)
Wind (með Jens Thegler, Bries 1998, safnrit)
Oni Double-Feature 10-11 (með Steven Seagle, Oni Press 1998-99, safnrit)
Veffang
www.solheim.dk
HAN BERÁTTADE ATT HAN SKULLE TILL
KÖPENHAMN FöR ATT FA GJORT EN MINDRE
OPERATIONPAETT SJUKHUS DÁR...
... SA SAMTALET KOM SNAB8T IN PX
SJUKVARDEN. SEHANDIINSSSEKTORN.
HAN VAR EN GANSKA UDDA TYP, PETE
JAG MÁRKTE SNART ATT HAN INTE VAR
DET MINSTA INTRESSERADAV NJLSON
TVAVÁGSKOMMUNIKATION...
...MEN NÁR JAGVÁL HADE ACCEPTERAT DET, FICK JAG HÖRA EN HISTORIA SOM
ABSOLUT VAR VÁRD ATT LYSSNA PA.
64
OPTIMAL PRESS