Gisp! - 12.03.2005, Page 68
KATI KOVÁCS
(1963) Finnland
Kati Kovács er einn fremsti myndasöguhöfundur Finna
og hefur víða vakið athygli erlendis. Henni hafa hlotnast
ýmsarviðurkenningar, þará meðal Grand Prix-verðlaunin
á myndasöguhátíðinni í Kemi árið 2001, Puupááhattu-
verðlaun Finnsku myndasögusamtakanna árið 1999,
Urhunden-verðlaunin fyrir bestu þýddu myndasögu-
bókina 1997 og Nuori Suomi-verðlaun finnska
menntamálaráðuneytisins 1996.
Eftir hana liggja sex bækur og fjórar þeirra hafa komið
út í sænskri þýðingu hjá Optimal Press. Karuselli var
gefin út í Þýskalandi og Pahvilapsií Frakklandi.
Myndasögur Kovács einkennast af frjálslegri frásögn
og oft er aðalpersónan lítil stúlka sem er að taka út
þroska sinn. Karuselli fjallar hins vegar um stóra og
þéttvaxna hálffertuga konu sem þjáist af sjúklegri
afbrýðisemi og ákveður að hefna sín á ofbeldisfullan
hátt. f bókinni Miestennielijáksi sirkukseen (Manna-
gleypirinn í sirkus) er safnað saman bestu stuttmynda-
sögum Kovácsfrá öllum ferli hennar. Teikningar Kovács
eru léttar og leikandi og öll hennar verk bera merki
góðrar kímnigáfu og mikils skaphita.
Myndasögur og myndskreytingar Kovács hafa birst í
ótal innlendum sem erlendum tímaritum, á ftalíu, í
Þýskalandi, Frakklandi, Slóveníu og á Spáni. Hún
hefur haldið margar sýningar jafnt í Finnlandi sem
öðrum Evrópulöndum, auk Hong Kong. Kati Kovács
hefur búið í Róm síðan 1986 ásamt ítölskum manni
sínum, tveimur börnum þeirra og nokkrum hundum.
Bækur á sænsku
ffefíeA'er'/er'tOptimal Press 1994, safnrit)
Grön Rapsodi (Optimal Press 1995)
Karu Cell (Optimal Press 1997)
Kartongbarnet (Optimal Press 2002)
Mansslukerska pá cirkus (Optimal Press 2004)
Allt för konsten 5 (Optimal Press 2004, safnrit)
Bækur á finnsku
Vihreá rapsodia (Like 1994)
Karuselli (Like 1996)
Pahvilapsi (Like 2001)
Minne matka Laura Liha? (Suomen yrityslehdet 2001)
Miestennielijáksi sirkukseen (Arktinen banaani 2003)
Onnen lahjaHmeö Pauli Kallio, Arktinen banaani
2004)
Josef vimmatun tarina (Arktinen banaani 2004)
Bækur á ensku
Gare du Nord (Tago/Nordicomics 1997, safnrit)
66
OPTIMAL PRESS