Gisp! - 12.03.2005, Page 80
formi. Bókin Long Term Relationshiper meðal annars
afrakstur þeirrar vinnu. En skilnaðurinn varði ekki
lengi og árið 2000 kom að nýju út myndasaga eftir
Doucet.
Helstu bækur og blöð:
Dirty Plotte 1-12 (D&Q 1991-1998)
Lift Your Leg, My Fish is Dead! (D&Q 1993)
My Most Secret Desire (D&Q 1995)
My New York Diary (D&Q 1999)
The Madame Paul Affair (D&Q 2000)
Long Time Relationship (D&Q 2001)
DAVID COLLIER (1963) fæddist ÍWindsor ÍOntario
og er lýst af útgefanda sínum sem „sérvitringnum
okkar“. Tíu ára gamall sá hann fyrst teikningar eftir
Robert Crumb og það hafði mikil áhrif á hann. Fjórum
árum seinna fékk hann rissbók að gjöf frá pabba
sínum og allar götur síðan hefur hann teiknað. 1986
birtist fyrsta sagan eftir hann í Weirdo, blaði Crumbs.
Collier gekk í herinn og teíknaði í dagblað hersíns.
Þegar hann hætti í hernum 1990 gerðist hann teiknari
að atvinnu og blað hans, Coiiíer’s, hóf að birtast hjá
Fantagraphics. Á næstu árum þróaði hann stíl sinn
og 1998 gekk hann til liðs við Drawn & Quarterly. í
Svíþjóð hefur verið talað um að stíll hans sé ekki
ólíkur stíl sumra sænskra höfunda Optimal Press.
Líkt og margir þeirra sækir Collier innblástur sinn í
daglegt líf. Við undirbúning þessarar sýningar fylltist
hann áhuga á ferðum norrænna manna til Vínlands
og teiknaði síðuna sem hér birtist sérstaklega fyrir
Gisp!
Helstu bækur og blöð:
Collier's Vol.l 1-4 (Fantagraphics Books, 1991-97)
Just The Facts (D&Q 1998)
Portraits From Life (D&Q 2000)
Flamilton Sketchbook (D&Q 2002)
Collier's Voi. 2 FlDennis Cote was Good and Bad
(D&Q 2002)
Collier's Vol. 2 #2 The Story of Brat X (D&Q 2003)
The Frank Ritza Papers (D&Q 2004)
GENEVIÉVE CASTRÉE (1982) er af nýjustu kynslóð
myndasagnahöfunda og einn þeirra sem Chris
Oliveros bindur miklar vonir við. Hún er frönsku-
mælandi, líkt og Julie Doucet, og hefur verið líkt við
Doucet. Þjóðsagnakenndar sögur hennar eru
margslungnari en þær virðast við fyrstu sýn. Oft eru
þær án orða og hafa reyndar verið gefnar út með
tónlist, enda er Castrée fær tónlistarmaður og kemur
víða fram á tónleikum þar sem hún flytur frumsamin
lög. Þegarljóstvaraðhúntæki þáttíNÍUNNI langaði
hana að semja sögu á íslensku fyrir Gisp! Og fylgir
hún hér á eftir.
Helstu bækur og blöð:
Die Fabrik (Reprodukt 2000)
Pampiemoussi (L'Oie decravan 2004)
Drawn & Quarterly Showcase Vol.2 (D&Q 2005)
BJARNI HINRIKSSON
78
DRAWN 8, QUARTERLY