Gisp! - 12.03.2005, Page 199

Gisp! - 12.03.2005, Page 199
„Hérna er teiknimyndasögudeildin, hafðu skoðun á þessu" sagði ákveðin en ekki sérlega hávaxin kona við mig daginn sem ég hóf störf í nýja húsi Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu í september árið 2000. Þá var deildin nýstofnuð, meðtilkomu sérrýmis í nýja húsinu, en fram að því höfðu verið til nokkrar myndasögur fyrir eldri lesendur en þær áttu sér hvergi fastan samastað og voru þar af leiðandi yfirleitt ófinnanlegar (ýmist geymdar meðal skáldsagna á ensku, kvartóbóka eða í barnadeild) og því ekki hægt að tala beint um ‘deild’. a orðróm um að bókasafnið væri í myndasöguhugleiðingum - Pétur í Nexus sagði mér stoltur að það væri búið að kaupa fullt hjá sér - en ég hafði enga hugmynd um hversu mikill hugur var í fólki. Það mun hafa verið ákveðið að þegar bókasafnið flytti í víðáttumeira húsnæði yrði stofnuð myndasögudeild og var henni svo komið á laggirnar þarna í september 2000. Það er óhætt að segja að með því að stofna til sérstakrar myndasögudeildar í stærsta almenningsbókasafni landsins er myndasagan viðurkennd sem eitt af fjölmörgum formum lesturs og henni er markaður staður innan flóru menningarneyslu. Þetta framtak Borgarbókasafnsins er kannski sérstaklega mikilvægt með tilliti til menntunar- og menningarhlutverks þess sem stofnunin hefur, en með því að hafa myndasögur meðal þess efnis sem Borgarbókasafnið býður uppá er verið að vinna gegn þeim fordómum sem gefa sér að myndasagan ógni lestrarkunnáttu barna og dragi úr læsi. Auk þess gefur staðsetning og staða myndasögudeildarinnar sem afmarkaðrar deildar til kynna að myndasagan sé annað og meira en efni fyrir börn og unglinga. Enda er það fólk á öllum aldri og af öllum kynjum sem sækir sér fóður í deildina, ungarnir liggja í skrípóinu og Mad- blöðunum, unglingarnir halda sig aðallega að hetjum og vísindasögum og svo náttúrulega japönsku Manga sögunum, sem eru sérlega vinsælar meðal stelpna. Póst-unglingar og fullorðnir nýta sér þetta svo allt: „Hvað finnst þér vera helsta einkenni myndasögudeildarinnar okkar?" spurði ég mann á mínum aldri (sumsé í yngri kantinum, en kominn yfir póst-unglingaskeiðið) sem ég var að afgreiða með bunka af ólíkum sögum og hann svaraði eftir stutta umhugsun: „fjölbreytnin". Sem er einmitt það sem við viljum leggja áherslu á. myndasögudeildinni má finna bæði hefðbundnar bandarískar hetjusögur og framsæknar evrópskar og bandarískar sögur, sem fjalla um allt frá ævintýralega ógnvænlegum martröðum til þrautleiðinlegrar rútínu hins daglega veruleika. Til að auðvelda aðgang að þessu efni - sem fellir sig illa að hefðbundnum uppröðunarreglum bókasaf na - var útbúið flokkunarkerfi, sem jafnframt endurspeglar fjölbreytni þessa efnis. Flokkar myndasagna á Borgarbókasafninu eru þessir: ‘hetjusögur', ‘vísindamyndasögur’, ‘ævintýri’, ‘hrollvekjurogfantasíur’, ‘spennusögur’, ‘skáldverk’, ‘japanskar myndasögur (manga)’, ‘evrópskar myndasögur’, ‘gamansögur/háðsádeilur’, ‘skrípó/strípur' ogsvo hinn sívinsæli ‘annað’ flokkur, fyrir það efni sem fellur utan flokka. Þess ber að geta að flokkunarkerfi Borgarbókasafnsins er hugsað með hagkvæmni og lipurleik í huga og því var fjölda flokkanna haldið í lágmarki, en þeir hefðu getað orðið miklu miklu fleiri. Flokkunarkerfið er því ekki hægt að skoða sem tæmandi skilgreiningu á stöðunni í dag, þó vissulega endurspegli hún sviðið að þónokkru leyti. Nú hefur myndasögudeildin fest sig í sessi og á þátt í því að laða að fjölbreyttan hóp gesta sem ýmist ferjar myndasögubunka heim með fárra daga millibili, eða kemur sér þægilega fyrir milli rekka og blaðar í bókum, les, skoðar og gramsar. Óreiðan sem mætir uppröðunarglaðri bókaverju á hverjum degi ertil marks um mikla og líflega notkun, og því er ekki um annað að ræða en að gera orð Bjarkar að sínum: „I thought I could organise freedom. How Scandinavian of me.“ ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR MYNDASÖGUR Á BORGARBÚKASAFNINU | 197
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.