Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 131
129
standa, sjúkrahúsmálið. Hafði bygging þess tafizt, meðal annars vegna
ósamkomulags hinna 7 hreppa í héraðinu. En á síðast liðnu ári náðist
cftir ítrekaðar tilraunir samkomulag milli þeirra um stofnkostnað og
rekstur, og var þá tekið tillit til fólksfjölda og staðsetningar í Kefla-
vík, svo og nokkurrar sérstöðu Grindavíkur og Vatnsleysustrandar-
hrepps. Er nú unnið að byggingu hússins af miklum áhuga og fyrir-
sjáanlegt, að það kemst upp. En eftir er að útvega allt innan húss
°g öll lækningatæki.
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlög. Heilsuvernd.
H j úkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1948 hafði Hjúkrunarfélagið Likn 8 fastráðnar hjúkrunar-
konur í þjónustu sinni. Störfum þeirra var hagað þannig, að 2 störf-
uðu við heimilishjúkrun, 4 við ungbarnaverndina og 2 við berkla-
varnarstöðina. Hjúkrunarkona Rauðakross íslands starfaði hjá félag-
»iu í 2 mánuði í sumarorlofum hjúkrunarkvenna, og auk þess var
hjúkrunarkona ráðin til staðgöngu á frídögum bæjarhjúkrunarkvenn-
unna. Við heilsuverndarstöðina voru ault læknanna og hjúkrunar-
hvennanna starfandi 1 ljósmóðir, 1 afg'reiðslustúlka og 1 stúlka, sem
sú um Ijósböð ungbarna. Enn fremur störfuðu 2 aðstoðarstúlkur á
heimilum sængurkvenna í 9 mánuði ársins, og inntu þær störf sín af
hendi á 33 heimilum. Farið var í 4932 sjúkravitjanir. Heilsuverndar-
stöðin útbýtti lýsi, peningum og smábarnafatnaði fyrir um kr. 4000,00.
Meðlimir Hjúkrunarfélagsins Líknar eru um 170. Tekjur félagsins
voru kr. 477912,68 og gjöld kr. 414465,17.
2. Hjúkrunarfélag Ólafsvikur. Sjá umsögn héraðslæknis hér á eftir.
3. Akureyrardeild Rauðakross íslands gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Stjórn deildarinnar var skipuð sömu mönnum og árið áður, með
þeirri breytingu þó, að á aðalfundi var Gunnlaugur Tryggvi Jónsson
hóksali kosinn í stað Balduins Ryel. Deildin annaðist sjúkraflutn-
niga eins og áður, og voru alls fluttir 135 sjúklingar, 72 innan bæjar
°g 63 utan bæjar. Á árinu voru keyptir 5 ljóslækningalampar, og var
®etlunin að setja á stofn og' reka ljósastofu, en húspláss það, sem fengið
Var> þurfti gagngerðrar aðgerðar við, sem ekki var lokið á árinu.
Áfhað yar fjár fyrir starfsemina með útvegun styrkja og merkja-
soiu. Öskudagssöfnunin gaf góðan árangur, og komu inn alls kr.
'>>61,72. Vegna mænusóttarfaraldurs þess, sem gekk á Akureyri um
aramótin 1948—1949 og samkomubanns í sambandi við hann missti
óeildin af einum stærsta tekjulið sinum, áramótadansleiknum, sem
nni mörg undanfarin ár hefur verið einn aðaltekjustofn, og verður
járhagsafkoman þvi verri en undanfarið. Félagatala í árslok var 481
arsfélagi og 25 ævifélagar, eða samtals 506. Tekjur á árinu kr. 20444,00.
Gjöld kr. 15219,00. Eignir kr. 83935,00.
Áf öðrum líknar- eða hjúkrunarfélögum segir ekki í skýrslum héx>-
aðslækna.
17