Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 200
198
9115 barnanna, eða 64,7%, og bað 10436 börn, eða 74,1%. Sérstakir
skólaleikvellir eru taldir fyrir 9405 börn, eða 66,8%. Læknar telja
skóla og skólastaði góða fyrir 10660 þessara barna, eða 75,7%, viðun-
andi fyrir 3051, eða 21,6%, og óviðunandi fyrir 376, eða 2,7%.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Akranes. Skólaskoðun fór fram á venjulegum tíma og á venjulegan
hátt. Kennslunni dreift á marga staði í Strandarhreppi, og er það
vegna þess, að ekkert heimili treysti sér til að hafa skólann neina
sem stytztan tíma. Húsnæðisvandræði barnaskólans á Akranesi eru
hin sömu og áður. Er nú hafin smíð hins nýja skólahúss. íþrótta-
hús bæjarins er notað til leikfimikennslunnar, en sá galli er þar á,
að loftræsting er ónóg í bað- og búningsherbergjum. Á þessu hausti
var hinn nýkomni tannlæknir ráðinn til þess að annast tannlækn-
ingar l'yrir barnaskólann gegn ákveðnu kaupi úr bæjarsjóði.
Borgarnes. Skólar voru skoðaðir á árinu eins og venjulega. í Borg-
arnesi mátti heita, að lokið væri við myndarlega skólabyggingu á
árinu, en var ekki tekin til afnota fyrr en upp úr áramótum.
Ólafsvíkur. Skólaskoðun fór fram í báðum kauptúnunum og öll-
um hreppum héraðsins.
Búðardals. Skólaskoðun fór fram á öllum skólastöðum í byrjun
skólaársins. Skólastaðir eru ákaflega misjafnir, og virðist sums staðar
engin tilraun gerð til þess að velja þá staði til skólahalds, sem beztir
eru.
Reijkhóla. Skólaeftirlitið mjög erfitt í þessum strjálbýlustu læknis-
héruðum. Læknirinn þarf að Ieggja upp í margra klukkustunda erf-
iðar ferðir til þess að skoða örfáa krakka og koma oft viða, þar eð
það er oft miklum erfiðleikum bundið að safna lcrökkunum saman á
einn stað í hverju skólaumdæmi. Vísir er nú að komast upp að
heimavistarskóla að Reykhólum, og vonandi ris þar upp innan
skamms heimavistarskóli fyrir allt héraðið.
Bingeyrar. Lögð hefur verið niður kennsla í Keldudal, og' sækja
börn þaðan skóla í Haukadal. Sömuleiðis hefur verið lögð niður
kennsla á Lambahlaði, og sækja börnin skóla að Núpi. Skólahúsin
eru öll sæmileg. Skólaskoðun fór fram eins og venjulega.
Flateyrar. Ástandið í húsnæðismálum skólanna er óbreytt frá fyrra
ári, alls staðar óviðunandi eða ótækt nema á Ingjaldssandi. Skóla-
eftirlit framkvæmt á sama hátt og verið hefur.
Bolungarvíkur. í barnaskólanum hefur verið komið fyrir steypi-
böðum. Ljóslækningatækin hafa verið flutt í Verkamannabústað-
ina. Þótti geymsla þeirra í barnaskólanum ekki nógu hentug. Ljósa-
tækin hafa verið notuð að vetrinum. Er fólk ánægt yfir og sækist
mjög eftir að fá að nota þau.
ísafj. Barnaskólarnir eru 3, og fer eftirlitið með 2 þeirra, á Hauga-
nesi og í Hnífsdal, aðallega fram að haustinu. Við barnaskólann á
ísafirði starfar hjúkrunarkona, og hefur hún eftirlit með þrifum
og heilsufari barnanna daglega. Barnaskólahúsið á ísafirði verður
að teljast allgott, eða vel viðunandi, eftir að það var stækkað og gert
var við það, þótt gamalt sé. Við þetta hafa þrengslin nokkuð minnk-
að, og eins vegna þess, að við framkvæmd nýju fræðslulaganna