Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 212
210
ust mjög mikil brot á báðum.efri kjálkabeinum, svo að tanngarðurinn skrölti
laus. Ályktun: Svo virðist sem maðurinn hafi kafnað af því, að efri gómurinn
iagðist aftur í kok og hindraði öndun.
9. Á Ó-son, 31 árs. Var með nr. 8 i svifflugvél, er hún hrapaði. Við krufningu
fannst mjög mikið hrot á höfuðkúpu, aðallega á ennis- og kjálkabeinum, svo
að þau hafi þrýst að mænunni, þar sem hún gengur niður frá heilanum.
Ályktun: Brotin á höfuðbeinum voru svo mikil, að mikið lost hefur hlotizt af,
sem leitt hefur til bana.
10. J. S-son, 37 ára skipstjóri. Maður þessi hafði farið drukkinn inn i hús, þar
sem hann átti ekkert erindi, og datt þar niður stiga. Dó hann rétt eftir fallið.
Við krufningu fannst n. hypoglossus rifinn frá mænunni, stórt brot á kúpu-
botni og þríhyrnt stykki, krónustórt, kvarnað úr og skagaði inn í foramen
magnum, þar sm það virðist hafa þrýst að mænunni. í blóði fannst 2,39%0 vín-
anda. Ályktun: Við kúpubotnsbrotið virðast beinin hafa losnað það mikið,
að þau hafi þrýst að mænunni, þar sem hún gengur niður frá heilanum.
Virðist þetta hafa valdið bráðum dauða.
11. 3. apríl. N. I. \V., 42 ára dönsk kona. Iíom hingað til að bxia með dönskum
manni, sem neitaði að ganga að eiga liana, þegar til kom. Gerði hún þá til-
raun til að skera sig á lífæð, en mistókst. Hinn 31. marz að kvöldi tók hún
inn 20 allypropymaltöflur. Daginn eftir var farið með hana i sjúkrahús, þar
sem hún andaðist 2. apríl. Við krufningu fundust ekki merki um neinn sér-
stakan sjúkdóm. Ályktun: Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um
hina Iátnu og sjúkdóm hennar, bendir allt til þess, að hún hafi dáið af
allypropymaleitrun.
12. 24. apríl. S. G. M-dóttir, 6 mánaða. Fannst látin í rúmi sinu að kvöldi dags.
Barnið er 69 sm langt í góðum holdum. Við krufningu fannst vottur um
bronchitis og gröftur í hægri hlust. C-fjörvi mældist 16,6 mg pr. 100 g í nýrna-
hettum og 2,6 mg pr. 100 g í lifur. Annars fundust engar meira liáttar
breytingaij sýnilegar með berum augum, og engin merki um áverka. f hægri
hlust fannst gröftur, en ekki sást, að bólgan í miðeyranu hefði breiðzt
neitt út. Við ræktun fundust pneumokokkar og bacterium coli í greftinum.
Úr milti og lifur óx við ræktun bacterium coli. Ályktun: Banamein barnsins
virðist hafa verið blóðeitrun af völdum bacterium coli, sem óx ekki aðeins ur
milti og lifur, heldur einnig úr eyra. Þar sem barnið hefur haft leyndan skyr-
bjúg (lítið C-fjörvi í líffærum), hefur mótstaða þess verið lítil gegn sýking-
unni.
13. 12. maí. V. K-son, 38 ára. Fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum og lamaðist
á hægra handlegg og fæti. Lamanirnar hurfu fljótlega, en sjúklingurinn hafði
óþægindi og verki í útlimum og gekk þess vegna i nudd og rafmagn. Læknn-
sá sjúklinginn 11. mai, og virtist hann heill heilsu, svo að honum var gefið
leyfi til að fara heim til sín, en kl. 2 um nóttina veiktist hann skyndilega og
dó undir morgun í djúpu meðvitundarleysi. Við krufningu fundust miklar
blæðingar á tveimur stöðum i heilanum, vinstra megin í capsula interna og
hægra megin i corpus striatum. Enn fremur fundust á tveimur stöðum í heil-
anum miklar ferskar hlæðingar, sem brotizt höfðu inn í lieilahólfin. Alyktun:
Umræddar blæðingar hafa valdið skjótum bana.
14. 13. maí. V. A. S-son, 27 ára. Fékk spark í kviðinn, og i ljós komu einkenni
þess, að þvagblaðran hefði sprungið. Var skorinn upp samdægurs, en andaðist
fjórum dögum seinna. Við krufningu fannst 3 sm löng sprunga á afturvegg
þvagblöðru, sem hafði verið saumuð saman. Ennfremur fannst byrjandi lít-
himnubólga og garnalömun. Byrjandi bólga í báðum lungum. Ályktun: Bana-
meinið hefur verið gai’nalömun og lífhimnubólga, sem hlotizt hefur af þvag>>
sem runnið hefur inn i kviðarholið. Einnig er sennilegt, að lungnabólgan hafi
átt sinn þátt i því að leiða manninn til bana, en verður að teljast afleiðing
af blöðruskemmdinni og aðgerðiuni vegna hennar.
15. 5. júní. S. Z-son, 34 ára. Fannst hengdur í verksmiðjuskúr. Hengdi sig í ra
magnsvír, sem hékk úr loftinu, og kastaði sér fram af tunnu með snöruna nm
hálsinn. Við líkskoðun fundust hengingai'merki, og hafði hnúturinn lent aftan
á hnakkanum. Ályktun: Sjálfsmorð.
16. 7. júní. H. H., 48 ára karlmaður. Fannst látinn á legubekk sínum heima hja