Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 214
212
kafnað. Ályktun: Köfnun. Sennilegt er, að maðurinn hafi verið nokkuð ölv-
aður (sbr. vínanda í blóði) og hafi það stuðlað að þvi, að hann raknaði ekki
við. Mögulegt er, að hann hafi kafnað í flogaveikiskasti.
26. 20. ágúst. A. L. G-son, 16 ára. Komið var að piltinum um nótt, þar sem hann
lá á götunni og hélt utan um rafmagnsvír. Hafði rafmagnsvírinn fallið niður
af staur við götuna. Maðurinn lézt í sjúkrahúsi um 5 klst. seinna. Á báðum
höndum sáustu brunasár eftir rafmagnsstraum. Ekkert á líffærum að sjá
við krufningu. Ályktun: Af brunablettum, sem fundust á höndum, og af upp-
lýsingum ransóknarlögreglunnar virðist augljóst, að maðurinn hafi látizt af
rafmagnslosti.
27. 23. ágúst. H. K-dóttir, 5 ára. Varð á milli tveggja bila þannig, að bill ók
aftan á annan, sem stóð kyrr, og varð barnið á milli. Við krufningu fannst höf-
uðið næstum klofið í tvennt og heilinn svo að segja i klessu. Ályktun: Miklir
áverkar á höfuð barnsins hafa leitt til bana samstundis.
28. 30. ágúst. Þ. N-son, 60 ára. Fannst látinn í sumarbústað sinum utan við
Reykjavík Við krufningu fannst stækkun og útvíkkun á hjarta og samfara
því breytingar í lungum og lifur, sem báru vott um greinilega blóðrásar-
truflun. í blóði fannst vínandi (1,61%„), sem benti til, að maðurinn hefði verið
ölvaður. Ályktun: Vera má, að ölvunin hafi átt sinn þátt i þvi, að hjartað
liefur gefizt upp.
29. 6. september. E. E-son, 46 ára. Fannst látinn i skrifstofu sinni. Var ofdrykkju-
maður og hafði ekki mætt til vinnu i 2 daga. Við krufningu fannst nokkuð
stækkað hjarta (420 g) og út þanið vinstra megin, fitulifur, mikið lungnakvef,
byrjandi lungnabólga, mar á cnni, líkið blátt í andliti og að framanverðu. í
blóði 2,18%„ vínanda. Ályktun: Byrjandi lungnabólga ásamt ölvun hefur gert i'it
af við manninn, sem hafði skemmda lifur og veikiað hjarta.
30. 21. september. S. I-son, skipverji. Sprenging varð í skipinu, og dó maðurinn
samstundis. Við líkskoðun og krufningu fannst höfuðkúpa mölbrotin frá nef-
rótum upp eftir og aftur i hnakka, og var hægri helmingur kúpunnar allur
mölbrotinn. Efri og neðri kjálki voru brotnir hægra megin og tennur lausar i
munni. Hárið var mjög sviðið og sótblettir í andliti og' á hálsi. Hægri upp-
liandleggur, liægri fótleggur og vinstri lærleggur voru brotnir. Lungun voru
stór og fyrirferðarmikil með sprungum og blæðingum, einnig margar sprung-
ur i lifur. Heilinn var sundurtættur. Ályktun: Áverkarnir hafa leitt til bana
samstundis.
31. 21. september. J. B-son, 48 ára. Var á sama skipi og nr. 30, kastaðist fyrir
borð og lézt þegar. Við krufningu fanst möilirotin höfuðkúpa, og af heilanum
sáust aðeins smátætlur. Miklir áverkar á neðanverðum búk og brot á mjaðm-
argrind. Ályktun: ÁverJiarnir hafa leitt til bana samstundis.
32. 4. október. J. G-son, 43 ára. Sást koina þjótandi úr ibúð sinni niður stiga
blæðandi, svo að blóðferillinn sást óslitinn eftir liann alla leið út á götu, en
þar féll maðurinn niður og var örendur skömmu siðar. Maðurinn var gamall
berklasjúklingur og liafði verið ölkær. Við krufningu fannst hægra lunga fast-
vaxið við brjóstvegg og í því tvær berklaliolur, á stærð við sveskju og rúsínu.
Sagógrjónsstórt útsæði um allt lungað. í vinstra lunga ofanverðu 2 stórar
berlilaholur, sú stærri svarandi til áiftareggs; liggur bronchus inn i hana,
og er allt fullt af blóði. Æð virðist liafa sprungið í þessari holu. Miklar berkla-
breytingar i báðum lungum. Ályktun: Biæðing frá æð í berklaliolu hefur orðið
manninum að bana.
33. 9. októbcr. Á. H-dóttir, 47 ára. Fannst meðvitundarlaus á götu i Reykjavík að
næturlagi, og er farið var með hana á sjúkraliús, fannst brot á hægra fótlegg
og vinstra eyra rifið af. Konan andaðist sólarhring seinna. Við krufningu
fundust brot á 9 efstu rifjum beggja megin og viðbein sprengt frá brjóstbeini
liægra megin, blæðingar í brjóstholi og sprungur i lifur. Magi og garnir út þanio
af lofti og ofan til af þunnu innihaldi. Þótt mikið mar væri á höfði, fannst
ekkert brot á höfuðbeinum né skemmdir i heila. Ályklun: Konan hefur dáið af
blæðingum og losti eftir mikla áverka og beinbrot.
34. 11. október. % árs sveinbarn. Andaðist skyndilega heima í vöggu sinni, an
þess að tekið hefði verið cftir lasleika í því. Við krufningu fannst maginn
fullur af mjólkurdrafla, og liafði talsvert af því farið upp í vélinda og niður