Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 16

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 16
1971: Ó'laíur Jónsson, formaður. Ásgrímur Guðmundsson, varaformaður. Sveinn G. Jónsson, gjaldkeri. Krisíján K. Pálsson, ritari. Ilúnar Hauksson, meðstjórnandi Varamenn: Eggert Jólhannesison. Magnús Gunnarsson. Ólafur P. Erlendsson. 1972: Kristján K. Pálsson, formaður. Vilhelm Andersen, varaformaður. Sveinn G. Jónðson, gjaldkeri. Örn Henningsson, riíari. Rúnar Hauksson, meðstjórnandi. Varamenn: Ólafur P. EHendsson. Ólafur Jónsson. Vignir Eyjrórsson. Víkingur frumherji í kvennaknattspyrnu — RÆTT VIÐ ÁSTHILDI JÓSEFSDÓTTUR BERNHÖFT Leikkonan kekkta Anna Borg;, var einn af frumherjunum. Knattspyrna var lengi vel ekki talin íþrótt við hæfi kvenna. Þvií var talað um „fyrstu kvennaliðin“ þegar stofnað var til skipulegrar þátttöku kvenna í knatt- spyrnunni upp úr 1970. Þetta er alls ekki rétt, 'því fyrstu skipulögðu kvennaæfingarnar i knattspyrnu Rér á landi voru á vegum félagsins okkar, Víkings, fyrir nærfellt 60 árum! Æfingunum stjórnaði að sjálf- sögðu frumherjinn Axel Andrésson. Þetta mun vera á fárra vitorði, og líkilega er þessa livergi getið á prenti nema í endurminningum leikon- unnar iþekktu, Önnu Borg (Anna Borgs erindringer, bls. 14—15), en hún var ein þeirra mörgu stúlkna sem tóku þátt i þessum æfingum. Margar stúlknanna urðu síðar þekktar frúr í Reykja- vík og víðar, og við urðum svo heppnir að ná tali af einni þeirra, Ásthildi Jósefsdóttur Bernhöit. Hún varð góðfútslega við þeirri beiðni að rifja upp nokkr- ar endurminningar frá þessum dögum. „Þetta mun líklega hafa verið í kringum 1915. Við vorum anzi margar stúilkur úr miðlbænum sem æfðum hj'á 'honum Axel Andréssyni, og ég held ábyggilega að við höfum allar verið skrifaðar inn í Víking. Það var full alvara hjá okkur, að stofna fyrsta kvennaknatt- spyrnulið landsins.“ Ásthildur sagðist ekki muna þetta alveg í smáatr- iðum, til þess væri of langt um liðið. Stúlkurnar voru mjög margar, heilt lið. I þeim hópi voru Svava Blöndal, Ragriheiður og Elín Hafstein, dætur Hann- esar Hafstein, Margrét Thors, dóttir Thor Thors, þær Emilía og Anna Borg og fleiri og fleiri. í þessum 'hópi voru m. a. sjö stúlkur sem alltaf héldu saman, og gengu gjarnan undir nafninu Sjöstjarnan. „Æfingar fóru fram á Melavelilinum, sem þá var nýr. Strákarnir úr Víkingi fengu ekki að vera inni á vellinum, en þess í stað lágu þeir meðfram vellin- um og kíktu undir grindverkið. Gerðu þeir óspari grín að okkur, enda voru tilburðirnir oft ekkert sér- lega glæsilegir. Hann Axel var lífið og sálin í þessu, og hann var ófeiminn að skamma okkur eða gefa okkur gull'hamra, allt eftir því hvað við átti. Hann var til dæmi'S mjög hrifinn þegar einhverri stúlkunni tókst að spyrna 'boltanum ihátt í loft upp! Annars tók 14

x

Víkingsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.