Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 46

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 46
In memoriam Óskar Norðmann framkvœmdastjóri Fœddur 4. febrúar 1902. Dáinn 20. ágúst 1971. Óskar Norðmann var einn af frumlherjunum í Vík- ing, einn þeirra manna, sem mótuðu félagið hvað mest á fyrstu árum þess. Hann var frábær knatt- spyrnumaður og af mörgum talinn einn af snjöllustu leikmönnum landsins á sinni tíð. Óskar tók einnig virkan þátt í hinni félagslegu uppbyggingu Vikings. Sökum mikil'la mannkosta voru honum falin hin marg- víslegustu trúnaðarstörf. í daglegum umsvifum var Óskar aðsópsmikill kaupsýslumaður og áhrifamaður í röðum kaupmanna. Hann var um árabil formaður IFélags ísl. byggingar- efnakaupmanna, átti um skeið sæti í stjórn Verzlunar- ráðs Islands og Kaupmannasamtaka Islands og var heiðursfélagi þess. Þótt Óskari væri margt til lista lagt, lét hann ekki mikið yfir sér og flíkaði ekki þeim eiginleikum né tilfinningum sínum. En meðal ann- ars var hann söngmaður góður og söng í Karlakór KFUM og síðar Fóstbræðra í áraraðir. Næmar tón- listargáfur hans, svo og það yndi, sem hann hafði af söng og tónlist, hafa eflaust veitt honum margar ham- ingjustundir í lífinu. Einnig á sviði söngmála voru honum mörg trúnaðarstörf falin enda ósérhlífinn og vel til forustu falfinn á hvaða vettvangi sem var. Ósk- ar var um skeið formaður Fóstlbræðra og varð fyrsti formaður Sambands ísl. karlakóra, þegar þau sam- tök voru stofnuð. Formaður Víkings var Óskar á árunum 1924—’26 og átti hann, eins og áður getur, drjúgan þátt í fé- lagsstarfinu. Þá átti hann sæti í stjórn ílþróttasambands íslands í nokkur ár. Eftir að Óskar hætti heinni þátt- töku i félagsstarfinu, þá slitnuðu ekki tengslin við Víking heldur var hann einn af styrktarstólpum fé- lagsins. Oft var leitað ti'l hans og 'hann jafnan boðinn og ibúinn að rétta út ihjálparhönd, þegar Víkingur var annars vegar. Okkur yngri Víkingunum þótti það mik- ill heiður, að Óslkar Norðmann skyldi vera Víkingur. Eftir dagfari hans að dæma Ihefur það eflaust fyrst og fremst vakað fyrir Óskari að stuðla að því að gera drengi að góðum mönnum oig menn að góðum drengjum. Blessuð sé minning Óskars Norðmann. INP. Sighvatur Jónsson verzlunarmaður Fœddur 29. september 1913. Dáinn 6. september 1969. Margir mætir menn hafa komið við sögu Víkings á liðnum árum, tekið Iþátt í drengilegri keppni og lagt 'hönd á plóginn í hinu félagslega starfi. Einn iþessara mætu manna var Sighvatur Jónsson. Hvað skyldi vailda þVí, að menn bindast félagslböndum, taka hálfgerðu ástfóstri við eitthvert félag og spara hvorki tíma né erfiði ti'l iþess að þoka málum þess áfram og ihærra, sé þess nokkur kostur? Það er ör- ugglega einhver sérstakur grunntónn í fari þeirra 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.