Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 20

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 20
Gunnar Gunnarsson meðal 10 beztu íþróttamanna ársins Gunnar Gunnarsson knattspyrnumaðurinn okkar Víkinga, varð á meðál 10 efstu í kosningu íþróttafrétta- ritara á íþróttamanni ársins 1971. Af því tilefni birti Morgunblaðið viðtal við Gunnar og fer það bér á eftir. „Frammiistaða knattspyrnumanna Víkings sl. ár mun vafalaust lengi vera í minnum höfð, ekki sízt fyrir það að í fyrsta skiptið sigraði 2. deildar lið í Ðikarkeppni KSf. Sennilega er það einnig fátítt að lið hafi sigrað með jafnmiklum yfirburðum í Islands- móti, eins og Víkingar sigruðu í 2. deilda keppninni, þótt reyndar séu dæmi um slí'kt. Segja má að knatt- spyrnulið Víkinga hafi gengið nær samfellda sigur- göngu Sl. sumar og ihápunkturinn var vitanlega isigur yfir Breiðahliki í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ. Fyrirliði Víkingsliðsins var Gunnar Gunnarsson og varð hann í 10. sæti við kjör íþróttamanns ársins. — Ég er vitaskuld mjög ánægður með frammistöðu okkar sl. ár, sagði Gunnar í viðtali við Morgunhlaðið. — Hún gat varla verið ibetri þar sem okkur skorti aðeins þrjú stig upp á það að ná „fullu 'húsi stiga“ í fslandsmótinu og Bi'karkeppninni. Fyrirfram var ég reyndar ibúinn að gera mér vonir um að við stæð- um o'ckur vel í sumar, þegar á hólminn kom reyndist samstarfið innan liðsins svo gott og góður liðsandi vera fyrir hendi, samfara ströngum aga, en þessi atriði voru undirstaða þess árangurs sem við náðum. Þá má heldur ekki gleyma Iþætti þjálfara okkar, Eggerts Jóhannessonar, —en hann er alls ekki svo lítill. Aðspurður um minnisstæðasta leikinn í sumar, sagði Gunnar að það væri úrslitaleikurinn við Breiða- Iblik í bikarkeppninni, en það hefði þó jafnframt verið 18 1971 einn leiðinlegasti leikurinn. — Ég held, sagði Gunn- ar, að 'bezti leikur Víkingsliðsins í sumar hafi verið er við sigruðum Akurnesinga í hikarkeppninni'1. Að svo komnu máli sneri blaðamaðurinn máli sínu að þeim verkefnum sem framundan voru og sagðist Gunnar vera 'bjartsýnn á Víkingsliðið sumarið 1972. Sagðist hann gera sér vonir um framfarir og sigra Víkingsliðsins. Allir vita hvernig þær vonir brugð- ust, en um það verður ek'ki rætt hér. Gunnar var ekki sá eini sem varð fyrir voribrigðum, allir aðdá- endur Víkings sátu uppi með sárt ennið er Víkingur féll aftur niður í aðra deild. En það þýðir ekki að láta hugfallast, við getum leikið góða knattspyrnu og Víkingshlaðið er sann- fært um að meistarafldkkur Víkings, undir stjórn Gunn- ars Gunnarssonar, dvelur ekki nema eitt sumar í við- bót í annarri deild — og er það þó einu sumri of mikið. Víkingar verzla * í SPORTVAL

x

Víkingsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.