Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 35

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 35
Imrfti að Ijiíga sig' ■ handltoltann h|á Víkiiigi — RÆTT VIÐ EINAR MAGNÚSSON Einar Magnússon hefur sannað það ótvírætt í vetur, að hann er mesti afreksmaður Víkings um þessar mundir. Hann hefur aldrei verið betri en nú. Víkings- liðið byggist meira og minna upp á honum, og lands- liðið ibyggist sífelllt meira upp á framtaki Einars. Kórónan á gott keppnistímahil var markakóngstitill- inn, og það að verða fyrstur allra til að skora 100 mörk í 1. deild isíðan keppnin fluttist í Laugardals- höllina. Sú barátta Einars að ná því marki verður þeim ógileymanleg sem á horfðu, og því síður fellur ’þeim úr minni sú gleði sem greip um sig hjá áhorf- endum þegar Einar lo’ksins náði þessu eftirsótta marki aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok í leiknum gegn Ármanni. Hvenær byrjaðir þú að æfa með Víkingi, Einar? „Ég mun hafa verið 12 ára gamall er ég byrjaði að æfa handknattleikinn, en í knattspyrnunni byrj- aði ég strax 7 ára. Annars 'komst ég ekki í hand- lcnattleikinn strax og ég vildi, því við strákarnir urðum að vera visst gamlir til að fá að æfa hjá Vik- ingi. Því þurfti ég að æfa hálft ár með ÍR, og síðan að ljúga til um aldur til að komast að hjá Víkingi! Þessi harðneskja Víkings á þessum árum varð þess va’ldandi, að við misstum marga góða menn úr hverf- mu í önnur félög, einkum Val“. Nú hefur félagsskapur ykkar Jóns Hjaltalín verið frægur, ekki 9VO ? ,,Jú, Jón gek'k í Víking á öðru ári í 3. flokki, en hann hafði áður verið í Þrótti. Ég var þá að ná mér á strik í handknattleiknum, og það tó'kst fljótlega góð vinátta með okkur Jóni. Þeissi vin'átta þróaðist í gegn- um árin, því við vorum hekkjafélagar í gegnum gagn- fræða- og menntaskóla, og lékum auk þess saman í öllum flokkum Víkings eftir að Jón kom í félagið. Við vorum farnir að þekkja hvern annan mjög vel, og oft vorum við anzi fyrirferðamiklir a vellinum. Langtímunum saman komumst engir aðrir að ti'l að skjóta, værum við á annað 'borð í stuði! Það muna eflaust margir Víkingar eftir þessum dögum. Þeir Einar og Jón urðu fljótt atkvæðamiklir í meistaraflokki, en þangað komust þeir strax á fyrsta ári í 2. flokki, 17 ára gamlir. Næstu árin var þeim Einari og Jóni algerlega treyst tiil að skora, en aðrir voru nánast til uppfyllingar, Iþótt ljótt sé að segja frá Þú komst fljótlega í landsliðið ? „Mig minnir að ég hafi ekki verið orðinn 18 ára er ég lék minn fyrsta landsleik. Það var gegn Tékk- um í Laugardagshöllinni. Fyrstu landsleikina mína lék ég á línunni, en gekk ekki sem skyldi, enda óvan- ur því. Síðan var ég meira og minna í liðinu fram í heimsmeistarakeppnina í 'Frakklandi 1970, en eftir hana kom langur tími sem ég lék ekki einn einasta landsleik. Á 'þessu tímábili átti ég við meiðsli að stríða, hrotnaði tvisvar, fyrst um okla en siðan brotn- aði viðhein“. Svo komu Ólympíuleikarnir? „Já, ég tók þátt í æfingum fyrir Ólympíuleikana 1972. Vegna ýmissa tvíræðra yfirlýsinga landsliðs- nefndarmanna gerði ég mér ekki of miklar vomr að komast á leikana, enda kom það a dagmn. Eg gerði þó mitt ibezta, og Iþað urðu mér að sjálfsögðu mikil vonlbrigði að verða ekki fyrir valinu. Eftir Olympiu- 'leikana hef ég verið fastur maður í liðinu, og hyggst gera mitt bezta til að svo verði enn um sinn. Enda er að mörgu að stefna og mörg stórverkefni fram- undan sem mig langar til að 'glíma við með lands- liðinu. Takmarkið er að tvöfalda í það minnsta lands- leikina sem ég hef nú að haki, en þeir eru 30 talsins“. Nú hefur þú verið um árabil 'í Víkingsliðinu sem 33

x

Víkingsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.