Studia Islandica - 01.06.1937, Side 7

Studia Islandica - 01.06.1937, Side 7
5 Mun ek ok eigi fyrirdæma framferðir byskupa várra hér í landi, er sæmðu þann landssið, at leikmenn réði þeim kirkjum, er þeira forellrar gáfu guði ok skilðu sér vald yfir ok sínu afkvæmi". Biskup hótaði bannfær- ingu, og lét Jón ekki sinn hlut að heldur.1) Annað bar þeim Þorláki biskupi á milli; Jón var eiginkvæntur maður, en átti ýmsar frillur og börn með þeim; ein þeirra var Ragnheiður, systir biskups sjálfs. Varð af því löng deila milli þeirra Jóns. Þar kom, að Þorlákur hét honum banni; játaði Jón þá að vísu, að bannið væri rétt og sökin nóg, — „mun ek þola þín ummæli með því móti, at fara í Þórsmörk eða í einnhvern þann stað, er eigi sekisk alþýða af samneyti við mik, ok vera þar hjá konu þeiri, er þér vandlætið um, þann tíma sem mér líkar, ok ekki mun bann yðvart skilja mik frá vand- ræðum mínum né nökkurs manns nauðung, til þess er guð andar því í brjóst mér at skiljask viljandi við þau“.2) Til þess að þessi orð njóti sín tii fulls, verður að hafa í huga, að Jón var djákn að vígslu, að faðir hans og föðurbróðir, afi hans og langafi voru allir prestar. En um leið höfðingjar í hinu forníslenzka þjóðveldi. I flokki hinna vígðu höfðingja, sem setja svo drjúgum svip á 12. öldina. Hjá þeim fellst innlent og erlent í faðma á einkennilegan hátt, klerkdómur og innlend menning; vér sjáum samrunann í ritum Ara fróða, í helgikvæð- um, málfræði og rímfræði 12. aldar. Vígði höfðinginn er svo til kominn, að goðinn, hinn heiðni prestur, læt- ur reisa kirkju í stað hofs á bæ sínum, hann lætur ein- hvern son sinn eða frænda læra til prests, og þannig fara oft saman veraldarráð og prestskapur. Laust fyr- ir 1200 fer þetta að breytast; erkibiskup bannar prest- um að taka þátt í veraldlegum deilum og biskupum að 1) Bisk. I 283. 2) Bisk. I 291. Allt úr Þorl. s. yngri, sem rituð er 30—50 ár- um eftir atburðina, en fer þó líklega rétt með það, sem máli skiptir.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.