Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 16

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 16
14 tali fylgt konungaröðinni: Vermundur vitri — Ólafur lítilláti — Danur mikilláti — Fróði friðsami, en hér er þó engin villa, því að Danur er ekki talinn sonur Ólafs (en í Flat. I 26—7 er þessi villa (pennaglöp skrifara) ; ættartalan í Flat. I 27 hefur þetta eins og 1—2, en rekur ættina svo gegnum Valdar, ívar víðfaðma og Ragnar loðbrók til Noregskonunga). Aftur á móti er ruglingur á ættliðunum milli Ingjalds Starkaðarfóstra og Har- alds hilditannar í hinum ýmsu handritum, en hversu sem á að skýra hann, get ég ekki séð, að það haggi þeirri skoðun, að allar íslenzkar Skjöldungaættartölur séu af einum stofni. — 4) Landnáma (Stb. 338. kap.; Hb., 296. kap.) nær aðeins yfir C og kemur heim við (1) og (2). — 5) Melabók af Landn. (3. kap.) og Njála (25. kap.) hafa líka aðeins C og rekja ættina eins að mestu leyti, en öðruvísi en Landnámabækur Hauks og Sturlu; hér er ættin talin vera komin frá Þrándi gamla, syni Haralds, en ekki Hræreki, eins og annars er gert; hér er auk þess bætt Ævari milli Vémundar orðlokars og Valgarðs. Melabók sýnir, að þannig hefur upphaf- lega staðið í Landnámu, sem síðan hefur verið leiðrétt eftir hinni gerðinni; en bæði ritin til samans benda á, að þetta sé gömul, hliðstæð gerð af C, hvernig sem annars á að skýra hana og hvaðan sem hún er komin. Aðalstofn ættartölunnar eru kaflarnir B og C, sem eru af innlendum rótum runnir; þeir mega vera eldri en hitt,1) þó að ég fullyrði ekkert um það. En ekkert virðist mér því til fyrirstöðu, að þeir kaflar séu frá Sæmundi fróða eða sonum hans, og mér virðist margt styðja það. Það sem þegar var sagt um C og útbreiðslu þess, mælir með miklum aldri. Þá er þess að gæta, hve ættin var veigamikill þáttur í hinu forna þjóðfélagi, og hve íslendingar lögðu mikið upp úr ættgöfgi, og má 1) Sbr. A. Heusler: Die gelehrte Urgeschichte, bls. 18; Halld. Hermannsson, fyrrgr. r. 41.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.