Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 21

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 21
19 fornra sagna, eftir því hvar þau eru skrifuð.1) Er því vel hugsanlegt, að yngri gerðin sé af Vesturlandi eða Norðurlandi. Og hvað sem öðru líður er ógerlegt að ætla sér að staðsetja frumsöguna eftir þessu orðalagi. Þegar litið er á heimildir Orkneyinga sögu, skiptist hún greinilega í tvo parta, svo sem Sigurður Nordal hefur bent á; fyrri helmingur sögunnar styðst einkum við íslenzkar heimildir, rit og kvæði. Þar á meðal er vafalaust rit um Noregskonunga, sem annars er torvelt að átta sig nánar á vegna þeirrar breytingar, sem á sögunni var gerð. Ef til vill má benda á eitt atriði í þessu sambandi. 1 upphafi sögunnar segir nokkuð af Nór, sem Noregur er við kenndur. Um hann er líka getið í tveim gömlum ritum, Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk og í Historia Norwegiæ. Gjessing2) hefur rannsakað þessi tvö rit og heldur hann þetta at- riði tekið úr bók Sæmundar fróða og færir ástæður fyr- ir þeirri skoðun. — I síðara helming Orkneyinga sögu er einkum stuðzt við orkneyskar munnlegar heimildir, t. d. allt það er segir af víkingnum Sveini Ásleifar- syni. Frásagnir af Rögnvaldi jarli styðjast við vísur hans og frásagnir íslenzkra skálda, sem með honum voru. Loks er enn ein heimild, sem ég er sannfærður um að notuð er í Orkneyinga sögu, en það er Vita Sancti Magni eftir meistara Roðbert. Þar sem menn hafa áð- ur litið nokkuð öðru vísi á þetta mál, verð ég að minn- ast nánar á það. Vita þessi er nú ekki varðveitt heil, svo að mér sé kunnugt. Allmikið af henni er til í íslenzkri þýðingu í Magnúss sögu hinni lengri (hér skammstafað M I).3) 1) Sem dæmi má nefna hdrr. Laxdæla s., sjá ísl. fornr. V, bls. lxxvii, og skinnhandrit Bandamanna sögn, sjá Corpus codicum Isl. medii ævi, Introduction, bls. 21. 2) Sproglig-historiske Studier tilegnede Professor C. R. Un- ger, Kria 1896, bls. 135 o. áfr. 3) Prentað i Icelandic sagas, ed. Guðbr. Vigfússon, I 237 o. áfr. O*

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.